Fyrir nokkrum mínútum hófst bein útsending á Stöð 2 Sporti frá leik Detroit Pistons og New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta.
Með Detroit Pistons leikur Allen Iverson sem kom til félagsins í skiptum fyrir Chauncey Billups en liðinu hefur ekki gengið sem skyldi síðan þá. Liðið er þó í öðru sæti Miðriðilsins í Austurdeildinni.
New York leikur einnig í Austurdeildinni en er í neðsta sæti Atlantshafsriðilsins. Liðinu hefur þó gengið betur í ár en á undanförnum tímabilum. Liðið hefur unnið átta leiki en tapað ellefu, þar af síðustu þremur leikjum sínum.
Leikurinn hófst klukkan 17.00.