Tvö Íslendingalið á leið upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2008 21:10 Baldur Sigurðsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og núverandi leikmaður Bryne. Þrír íslenskir knattspyrnumenn leika með jafn mörgum liðum í norsku B-deildinni en tvö þeirra eru í toppbaráttu deildarinnar. Tvö þessara þriggja Íslendingaliða féllu úr úrvalsdeildinni í haust en hafa átt misjöfnu gengi að fagna. Jóhannes Harðarson og félagar í Start eru í öðru sæti deildarinnar með nítján stig eftir níu leiki og eru enn taplausir. Liðið er þó fimm stigum á eftir Odd Grenland sem féll einnig úr úrvalsdeildinni í haust. Þriðja fallliðið og hitt Íslendingafélagið er Sandefjord. Kjartan Henry Finnbogason gekk til liðs við félagið í vetur en því hefur ekki gengið nægilega vel og er í tíunda sæti deildarinnar með ellefu stig. Þriðja Íslendingaliðið er Bryne sem Keflvíkingurinn Baldur Sigurðsson leikur með. Það er í þriðja sæti með sextán stig. Það er reyndar útlit fyrir harða baráttu um toppsætin í deildinni þar sem ekki nema sex stig skilja að liðin í þriðja sæti og því tólfta. Vegna fjölgunar liða í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð úr fjórtán í sextán komast þrjú lið beint upp. Það lið sem lendir í fjórða sæti keppir við liðið sem verður næstneðst í úrvalsdeildinni um sæti í deildinni á næstu leiktíð. Jóhannes Þór hefur ekki komið við sögu hjá Start í nema fjórum leikjum og þá alltaf sem varamaður. Hann hefur ekkert mark skorað í deildinni en náð sér í eitt gult spjald. Baldur Sigurðsson hefur verið fastamaður í byrjunarliði Bryna síðan hann kom til félagsins en meiðsli í upphafi tímabilsins gerðu það að verkum að hann missti af þremur af fyrstu fjórum leikjunum. Hann hefur síðan þá spilað fjóra leiki og alla í byrjunarliðinu. Hann hefur þó ekki náð að skora. Þess má hins vegar geta að annar knattspyrnukappi sem er Íslendingum vel kunnugur leikur með Bryne. Það er Daninn Allan Borgvardt sem lék með FH og var tvívegis valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði Bryne og verið í byrjunarliðinu í átta af níu leikjum. Hann hefur skorað fjögur mörk í deildinni til þessa. Hann skoraði þrennu í 3-1 sigri Bryne á Alta og þá tryggði hann liðinu 1-0 sigur á Löv-Ham um helgina. Hann er meðal markahæstur leikmanna deildarinnar en þrír af fjórum markahæstu leika allir með Odd Grenland. Kjartan Henry hefur verið í byrjunarliðinu í þremur af síðustu fjórum leikjum Sandefjord en þar að auki hefur hann þrívegis komið inn á sem varamaður. Hann spilaði allan leikinn í fyrsta sinn er Sandefjord gerði 2-2 jafntefli við Hödd um helgina. Hann hefur enn ekki náð að skora. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Þrír íslenskir knattspyrnumenn leika með jafn mörgum liðum í norsku B-deildinni en tvö þeirra eru í toppbaráttu deildarinnar. Tvö þessara þriggja Íslendingaliða féllu úr úrvalsdeildinni í haust en hafa átt misjöfnu gengi að fagna. Jóhannes Harðarson og félagar í Start eru í öðru sæti deildarinnar með nítján stig eftir níu leiki og eru enn taplausir. Liðið er þó fimm stigum á eftir Odd Grenland sem féll einnig úr úrvalsdeildinni í haust. Þriðja fallliðið og hitt Íslendingafélagið er Sandefjord. Kjartan Henry Finnbogason gekk til liðs við félagið í vetur en því hefur ekki gengið nægilega vel og er í tíunda sæti deildarinnar með ellefu stig. Þriðja Íslendingaliðið er Bryne sem Keflvíkingurinn Baldur Sigurðsson leikur með. Það er í þriðja sæti með sextán stig. Það er reyndar útlit fyrir harða baráttu um toppsætin í deildinni þar sem ekki nema sex stig skilja að liðin í þriðja sæti og því tólfta. Vegna fjölgunar liða í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð úr fjórtán í sextán komast þrjú lið beint upp. Það lið sem lendir í fjórða sæti keppir við liðið sem verður næstneðst í úrvalsdeildinni um sæti í deildinni á næstu leiktíð. Jóhannes Þór hefur ekki komið við sögu hjá Start í nema fjórum leikjum og þá alltaf sem varamaður. Hann hefur ekkert mark skorað í deildinni en náð sér í eitt gult spjald. Baldur Sigurðsson hefur verið fastamaður í byrjunarliði Bryna síðan hann kom til félagsins en meiðsli í upphafi tímabilsins gerðu það að verkum að hann missti af þremur af fyrstu fjórum leikjunum. Hann hefur síðan þá spilað fjóra leiki og alla í byrjunarliðinu. Hann hefur þó ekki náð að skora. Þess má hins vegar geta að annar knattspyrnukappi sem er Íslendingum vel kunnugur leikur með Bryne. Það er Daninn Allan Borgvardt sem lék með FH og var tvívegis valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði Bryne og verið í byrjunarliðinu í átta af níu leikjum. Hann hefur skorað fjögur mörk í deildinni til þessa. Hann skoraði þrennu í 3-1 sigri Bryne á Alta og þá tryggði hann liðinu 1-0 sigur á Löv-Ham um helgina. Hann er meðal markahæstur leikmanna deildarinnar en þrír af fjórum markahæstu leika allir með Odd Grenland. Kjartan Henry hefur verið í byrjunarliðinu í þremur af síðustu fjórum leikjum Sandefjord en þar að auki hefur hann þrívegis komið inn á sem varamaður. Hann spilaði allan leikinn í fyrsta sinn er Sandefjord gerði 2-2 jafntefli við Hödd um helgina. Hann hefur enn ekki náð að skora.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira