Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina sem tapaði í dag fyrir Palermo á útivelli, 1-0.
Emil lék fyrstu 54 mínúturnar í leiknum en var svo skipt af velli.
Reggina er í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig en fimmtu umferðinni lýkur í kvöld með grannaslag Inter og AC Milan.
Úrslit dagsins:
Roma - Atalanta 2-0
Bologna - Napoli 0-1
Catania - Chievo 1-0
Lecce - Cagliari 2-0
Palermo - Reggina 1-0
Torino - Lazio 1-3
Udinese - Siena 2-1

