NBA í nótt: Lakers tapaði á flautukörfu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2008 09:11 Troy Murphy í baráttu við Trevor Ariza í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tapaði í nótt sínum fyrsta leik á útivelli á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Indiana Pacers, 118-117, en sigurkarfan kom á síðustu sekúndu leiksins. Það var Troy Murphy sem var hetja Indiana en hann gerði sér lítið fyrir og náði sóknarfrákasti á lokasekúndu leiksins og náði að setja niður sigurkörfuna áður en leiknum lauk. Lakers hafði aðeins tapað einum leik á tímabilinu fyrir gærkvöldið og unnið síðustu sjö leiki sína. Þar að auki hafði liðið unnið alla fimm útileiki sína til þessa. Lakers náði 17-0 spretti í lok þriðja leikhluta og komst þá í fimmtán stiga forystu. En Murphy og Danny Granger sáu til þess að Indiana náði að koma sér aftur á strik í fjórða leikhluta og vinna ævintýralegan sigur í lokin. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig. Pau Gasol kom næstur með 20 stig og níu fráköst. Hjá Indana var Granger atkvæðamestur með 32 stig og TJ Ford kom næstur með 21 stig. Þeir Murphy, Radoslav Nesterovic og Marquis Daniels skoruðu allir sextán stig. Murphy var með sautján fráköst og Nesterovic tíu. Denver vann Toronto, 132-93. Chauncey Billups var með 24 stig og fjórtán stoðsendingar og Carmelo Anthony var með 23 stig. Denver hefur þar með unnið þrettán af nítján fyrstu leikjum sínum á tímabilinu sem er metjöfnun hjá félaginu. Washington vann New Jersey, 108-88. Caron Butler var með 22 stig og tíu stoðsendingar og DeShawn Stevensen 21 fyrir Washington. Þetta var fyrsti sigur liðsins gegn öðru liði í Austurdeildinni eftir ellefu töp í röð. Þetta var einnig fyrsti útisigur Washington á tímabilinu. Portland vann New York, 104-97. Brandon Roy var með 23 stig fyrir Portland sem hafði mikla yfirburði í fjórða leikhluta og vann þar með sinn fimmta sigur í röð. Philadelphia vann Chicago, 103-95, í framlengdum leik. Andre Miller skoraði 28 stig í leiknum, þar af níu í framlengingunni. Philadelphia batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu. Dallas vann Clippers, 100-98. Jose Barea setti niður þriggja stiga körfu á lokamínútu leiksins sem reyndist sigurkarfa leiksins. Dirk Nowitzky var stigahæstur hjá Dallas með 29 stig. Detroit vann San Antonio, 89-77. Rasheed Wallace skoraði nítján stig fyrir Detroit sem var á kafla tíu stigum undir í leiknum. Manu Ginobili var í byrjunarliði San Antonio í fyrsta sinn eftir langvinn meiðsli. Utah vann Sacramento, 99-94. Kyle Korver var með fimmtán stig fyrir Utah en það var Deron Williams sem skoraði tvær lykilkörfur á síðustu mínútunni sem tryggði Utah sigur í leiknum. NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
LA Lakers tapaði í nótt sínum fyrsta leik á útivelli á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Indiana Pacers, 118-117, en sigurkarfan kom á síðustu sekúndu leiksins. Það var Troy Murphy sem var hetja Indiana en hann gerði sér lítið fyrir og náði sóknarfrákasti á lokasekúndu leiksins og náði að setja niður sigurkörfuna áður en leiknum lauk. Lakers hafði aðeins tapað einum leik á tímabilinu fyrir gærkvöldið og unnið síðustu sjö leiki sína. Þar að auki hafði liðið unnið alla fimm útileiki sína til þessa. Lakers náði 17-0 spretti í lok þriðja leikhluta og komst þá í fimmtán stiga forystu. En Murphy og Danny Granger sáu til þess að Indiana náði að koma sér aftur á strik í fjórða leikhluta og vinna ævintýralegan sigur í lokin. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig. Pau Gasol kom næstur með 20 stig og níu fráköst. Hjá Indana var Granger atkvæðamestur með 32 stig og TJ Ford kom næstur með 21 stig. Þeir Murphy, Radoslav Nesterovic og Marquis Daniels skoruðu allir sextán stig. Murphy var með sautján fráköst og Nesterovic tíu. Denver vann Toronto, 132-93. Chauncey Billups var með 24 stig og fjórtán stoðsendingar og Carmelo Anthony var með 23 stig. Denver hefur þar með unnið þrettán af nítján fyrstu leikjum sínum á tímabilinu sem er metjöfnun hjá félaginu. Washington vann New Jersey, 108-88. Caron Butler var með 22 stig og tíu stoðsendingar og DeShawn Stevensen 21 fyrir Washington. Þetta var fyrsti sigur liðsins gegn öðru liði í Austurdeildinni eftir ellefu töp í röð. Þetta var einnig fyrsti útisigur Washington á tímabilinu. Portland vann New York, 104-97. Brandon Roy var með 23 stig fyrir Portland sem hafði mikla yfirburði í fjórða leikhluta og vann þar með sinn fimmta sigur í röð. Philadelphia vann Chicago, 103-95, í framlengdum leik. Andre Miller skoraði 28 stig í leiknum, þar af níu í framlengingunni. Philadelphia batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu. Dallas vann Clippers, 100-98. Jose Barea setti niður þriggja stiga körfu á lokamínútu leiksins sem reyndist sigurkarfa leiksins. Dirk Nowitzky var stigahæstur hjá Dallas með 29 stig. Detroit vann San Antonio, 89-77. Rasheed Wallace skoraði nítján stig fyrir Detroit sem var á kafla tíu stigum undir í leiknum. Manu Ginobili var í byrjunarliði San Antonio í fyrsta sinn eftir langvinn meiðsli. Utah vann Sacramento, 99-94. Kyle Korver var með fimmtán stig fyrir Utah en það var Deron Williams sem skoraði tvær lykilkörfur á síðustu mínútunni sem tryggði Utah sigur í leiknum.
NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira