Stímfjárfestar tapa hundruðum milljóna 2. desember 2008 18:45 Fjárfestarnir sem lögðu út í Stím ævintýrið hafa hver um sig tapað hundruðum milljóna króna. Hlutahafahópur Stíms samanstendur af þremur vestfirskum vinum, föður eins þeirra og þremur fjármálafyrirtækjum. Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður Stíms, birti í yfirlýsingu sinni hluthafalista félagsins. Stærsti eigandi félagsins er félag stofnað af gamla Glitni sem á 32,5%. Gunnar Torfason, kunningi Jakobs Valgeirs og sjávarútvegsfræðingur, athafnamaður og fjárfestir átti 15 prósent. SPV fjárfesting hf, félag í eigu Byrs, átti 10% en einn af stærstu hluthöfum Byrs er Glitnir. BLÓ ehf á þá 10% hlut í Stím en það félag er að fullu í eigu Óskars Eyjólfssonar. Hann seldi Frumherja í byrjun árs 2007 til félags í eigu Finns Ingólfssonar. Ofjarl á einnig 10% en eigendur þess félags er Jakob Valgeir Flosason og Ástmar Ingvarsson. Jakob Valgeir er framkvæmdastjóri og stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Jakobs Valgeirs á Bolungarvík. Ástmar er eigandi bílasölunnar Bílaborgar í Reykjavík. Auk þess eiga Jakob Valgeir og Ástmar 2,5 prósent í Stím hvor. Viðskiptavinir Saga Capital fjárfestingarbanka eiga 8,75% og Saga Capital á sjálfur á 6,25%. Það félag á einnig tæpt prósent í Byr. Að síðustu á Flosi Valgeir Jakobsson, faðir Jakobs Valgeirs, 2,5 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu þessir fjárfestar fram 5 milljarða í eigið fé í viðskiptum Stíms. Félagið keypti hlutabréf í Glitni og FL Group. Reyndar hefur stærsti hluti bréfanna í FL og Glitni verið seldur en Stím átti 0,66% hlut þegar FL var afskráð og 0,87% hlut í Glitni þegar bankinn var þjóðnýttur. Ljóst er að þeir fjárfestar sem tóku þátt í Stím ævintýrinu hafa tapað hundruðum milljóna hver. Félagið sem var stofnað af gamla Glitni hefur tapað um 1,6 milljarði, Gunnar Torfason 750 milljónum, SPV, BLÓ og Ofjarl 500 milljónum hvert, viðskiptavinir Saga Capital rúmum 437 milljörðum, Saga Capital rúmum 312, Ástmar og feðgarnir Jakob Valgeir og Flosi Jakob 125 milljónum hver. Stím málið Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fjárfestarnir sem lögðu út í Stím ævintýrið hafa hver um sig tapað hundruðum milljóna króna. Hlutahafahópur Stíms samanstendur af þremur vestfirskum vinum, föður eins þeirra og þremur fjármálafyrirtækjum. Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður Stíms, birti í yfirlýsingu sinni hluthafalista félagsins. Stærsti eigandi félagsins er félag stofnað af gamla Glitni sem á 32,5%. Gunnar Torfason, kunningi Jakobs Valgeirs og sjávarútvegsfræðingur, athafnamaður og fjárfestir átti 15 prósent. SPV fjárfesting hf, félag í eigu Byrs, átti 10% en einn af stærstu hluthöfum Byrs er Glitnir. BLÓ ehf á þá 10% hlut í Stím en það félag er að fullu í eigu Óskars Eyjólfssonar. Hann seldi Frumherja í byrjun árs 2007 til félags í eigu Finns Ingólfssonar. Ofjarl á einnig 10% en eigendur þess félags er Jakob Valgeir Flosason og Ástmar Ingvarsson. Jakob Valgeir er framkvæmdastjóri og stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Jakobs Valgeirs á Bolungarvík. Ástmar er eigandi bílasölunnar Bílaborgar í Reykjavík. Auk þess eiga Jakob Valgeir og Ástmar 2,5 prósent í Stím hvor. Viðskiptavinir Saga Capital fjárfestingarbanka eiga 8,75% og Saga Capital á sjálfur á 6,25%. Það félag á einnig tæpt prósent í Byr. Að síðustu á Flosi Valgeir Jakobsson, faðir Jakobs Valgeirs, 2,5 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu þessir fjárfestar fram 5 milljarða í eigið fé í viðskiptum Stíms. Félagið keypti hlutabréf í Glitni og FL Group. Reyndar hefur stærsti hluti bréfanna í FL og Glitni verið seldur en Stím átti 0,66% hlut þegar FL var afskráð og 0,87% hlut í Glitni þegar bankinn var þjóðnýttur. Ljóst er að þeir fjárfestar sem tóku þátt í Stím ævintýrinu hafa tapað hundruðum milljóna hver. Félagið sem var stofnað af gamla Glitni hefur tapað um 1,6 milljarði, Gunnar Torfason 750 milljónum, SPV, BLÓ og Ofjarl 500 milljónum hvert, viðskiptavinir Saga Capital rúmum 437 milljörðum, Saga Capital rúmum 312, Ástmar og feðgarnir Jakob Valgeir og Flosi Jakob 125 milljónum hver.
Stím málið Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira