Loðfeldir svínvirka Vala Georgsdóttir skrifar 23. apríl 2008 00:01 Eggert Jóhannsson feldskeri segir flesta velja sér minkaskinn í brúnum eða dökkum tónum. markaðurinn/valli „Loðfeldir eru flíkur sem svínvirka," segir Klara Stephensen, forstöðukona Listasetursins á Eiðum í Fljótdalshéraði og viðskiptavinur Eggerts feldskera og vinkona til margra ára. „Fyrsta flíkin sem ég eignaðist sem Eggert gerði var brúnn rússneskur lambapels. Straumar og stefnur í tískunni breytast eins og gengur og eitt árið var flíkin orðin of lítill. Þá kom útsjónarsemi Eggerts til sögunnar. Hann tók sig til og varð sér úti um sams konar svört skinn og bætti þeim við flíkina. Eftir endurbætur var flíkin mín sem ný og hana nota ég enn," segir Klara stolt. „Minkurinn stendur alltaf fyrir sínu," segir Eggert Jóhannsson sjálfur, sem sækir skinnamarkaði í útlöndum árlega. Margir skilgreina flíkur úr dýrum loðskinnum sem stöðutákn. Eggert segir að slík viðhorf séu á undanhaldi. „Loðfeldur er eins og hver önnur fjárfesting sem neytendur kaupa til að njóta. Krafan um vellíðan skiptir öllu, en ekki viðhorf annarra. Neytendur eru sjálfstæðari og djarfari í hugsun en áður," segir hann. Þegar þrengingar verða á fjármálamörkuðum er stundum eins og þörfin fyrir áþreifanleg verðmæti verði meiri. Hlutabréfaverð lækkar og hrávöruverð hækkar. Flestir tengja flíkur úr loðskinnum við mikil fjárútlát. „Líkt og með aðrar fjárfestingar er farsælt að horfa til lengra tíma en til fáeinna ára," segir feldskerinn. „Í mínum huga eru skinn afurðir eins og hverjar aðrar náttúruafurðir sem ber að nýta. Við höfum ekki efni á öðru. Eitt viðhorfið til náttúruverndar er að ein besta náttúruverndin felist í að maðurinn hugsi um sig sem hluta af náttúrunni. Enda hafa flíkur úr loðskinnum verið hluti af mannkynssögunni frá örófi alda," segir Eggert. „Loðfeldur er flík sem þú átt að njóta að nota við öll þau tækifæri sem henta þér hverju sinni," segir Klara. „Flíkurnar eiga að fá að slitna og það má sjá á þeim, enda eru flíkur úr loðskinnum ekkert annað en nytjahlutir sem eiga að þjóna eiganda sínum, líkt og fallegt listaverk sem hangir upp á vegg til ánægju og gleði," bendir hún á. Flestir velja sér minkaskinn í brúnum eða dökkum tónum," segir Eggert og bætir við að Klara sé reyndar mest heilluð af gráum mink, en það skemmtilegasta sem Eggert veit er að sérhanna flík frá grunni fyrir viðskiptavin. „Það tekur að vísu sinn tíma og pælingar en er vel þess virði," segir hann og nefnir að viðskiptavinurinn eignast þá algjörlega sérhannaða flík sem sé engri annarri lík. Eggert er einn af hundrað feldskerum í heiminum sem hlotið hafa þá viðurkenningu að mega vinna með loðskinn í hæsta gæðaflokki. Flík sem er merkt The Purple Club, eða Fjólubláa klúbbnum, segir neytandanum það að flíkin er gerð úr loðskinni í sérflokki. Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Loðfeldir eru flíkur sem svínvirka," segir Klara Stephensen, forstöðukona Listasetursins á Eiðum í Fljótdalshéraði og viðskiptavinur Eggerts feldskera og vinkona til margra ára. „Fyrsta flíkin sem ég eignaðist sem Eggert gerði var brúnn rússneskur lambapels. Straumar og stefnur í tískunni breytast eins og gengur og eitt árið var flíkin orðin of lítill. Þá kom útsjónarsemi Eggerts til sögunnar. Hann tók sig til og varð sér úti um sams konar svört skinn og bætti þeim við flíkina. Eftir endurbætur var flíkin mín sem ný og hana nota ég enn," segir Klara stolt. „Minkurinn stendur alltaf fyrir sínu," segir Eggert Jóhannsson sjálfur, sem sækir skinnamarkaði í útlöndum árlega. Margir skilgreina flíkur úr dýrum loðskinnum sem stöðutákn. Eggert segir að slík viðhorf séu á undanhaldi. „Loðfeldur er eins og hver önnur fjárfesting sem neytendur kaupa til að njóta. Krafan um vellíðan skiptir öllu, en ekki viðhorf annarra. Neytendur eru sjálfstæðari og djarfari í hugsun en áður," segir hann. Þegar þrengingar verða á fjármálamörkuðum er stundum eins og þörfin fyrir áþreifanleg verðmæti verði meiri. Hlutabréfaverð lækkar og hrávöruverð hækkar. Flestir tengja flíkur úr loðskinnum við mikil fjárútlát. „Líkt og með aðrar fjárfestingar er farsælt að horfa til lengra tíma en til fáeinna ára," segir feldskerinn. „Í mínum huga eru skinn afurðir eins og hverjar aðrar náttúruafurðir sem ber að nýta. Við höfum ekki efni á öðru. Eitt viðhorfið til náttúruverndar er að ein besta náttúruverndin felist í að maðurinn hugsi um sig sem hluta af náttúrunni. Enda hafa flíkur úr loðskinnum verið hluti af mannkynssögunni frá örófi alda," segir Eggert. „Loðfeldur er flík sem þú átt að njóta að nota við öll þau tækifæri sem henta þér hverju sinni," segir Klara. „Flíkurnar eiga að fá að slitna og það má sjá á þeim, enda eru flíkur úr loðskinnum ekkert annað en nytjahlutir sem eiga að þjóna eiganda sínum, líkt og fallegt listaverk sem hangir upp á vegg til ánægju og gleði," bendir hún á. Flestir velja sér minkaskinn í brúnum eða dökkum tónum," segir Eggert og bætir við að Klara sé reyndar mest heilluð af gráum mink, en það skemmtilegasta sem Eggert veit er að sérhanna flík frá grunni fyrir viðskiptavin. „Það tekur að vísu sinn tíma og pælingar en er vel þess virði," segir hann og nefnir að viðskiptavinurinn eignast þá algjörlega sérhannaða flík sem sé engri annarri lík. Eggert er einn af hundrað feldskerum í heiminum sem hlotið hafa þá viðurkenningu að mega vinna með loðskinn í hæsta gæðaflokki. Flík sem er merkt The Purple Club, eða Fjólubláa klúbbnum, segir neytandanum það að flíkin er gerð úr loðskinni í sérflokki.
Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira