Demanturinn og duftið Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 5. ágúst 2008 10:38 Ég reyndi eftir fremsta megni að fylgjast með fjölmiðlum á Spáni meðan ég dvaldist þar í sumarfríinu, svona til að þefa örlítið af þjóðarsálinni. Fljótlega tók ég eftir konu nokkurri, Belen Esteban að nafni, sem fjölmiðlamenn fylgdu eftir hvert fótmál. Vitanlega varð ég forvitinn að vita hvað hún hefði unnið sér til frægðar. Þarlendir sögðu mér þá að hún hefði verið gift nautabananum mikla Jesúlín í nokkur ár og hefði verið aðsópsmikil í spænskum fjölmiðlum allar götur síðan. Gerði ég nokkurt grín að þessu til að byrja með því þótt það geti vissulega talist nokkurt afrek að vera gift færum nautabana kvað ég þessa frægðarsól yndismeyjarinnar bera merki um ankannalega þjóðarsál á Íberíuskaganum og væru þeir því vel að því komnir að Íslendingar kvæðu við að eitthvað kæmi þeim spánskt fyrir sjónir þegar fáránleiki lífsins blasti við. En gamanið rann af mér þegar ég áttaði mig á því að hér á Íslandi, eins og víðast hvar, er fólk frægt fyrir hina furðulegustu hluti. Í nútíma fjölmiðlun virðist frægðarsólin nefnilega oft vera samningsatriði milli fjölmiðlamanna og síðan sjálfskipaðra stjarna. Þá þarf kannski ekki nema fræga kærustu, nektardansstað, útistöður við lögregluyfirvöld eða kjánaleg uppátæki til að fleyta sér inn í hringiðu dægurmálanna og tryggja sér þar fastasæti. Fyrir utan það er eftirtektarverðum þátttakendum í raunveruleikaþáttum þrykkt svo þyrmilega í þjóðina að hún fær ekki frið fyrr en hún veit hvað þessu fólki finnst best að borða og hvers konar blómavasa það vill hafa í stofunni. Miðað við þessar áherslur er það mér til efs að Van Gogh fengi að finna fyrir frægðarsólinni væri hann nú á lífi nema þá kannski fyrir afskorna eyrað. Það er þó alveg ástæðulaust að pirra sig út af þessu svo lengi sem maður minnist orða persneska skáldsins Múslí Úddín Sadí en hann orti: Þó burt sé dýrum demant fleygt í duftið, er hans gildi jafnt; og eins er duftið ávallt samt þó upp til skýja sé því feykt. Helgi Hálfdanarson þýddi ljóðið en fyrir tilstuðlan hans höfum við Íslendingar fengið að njóta helstu perlna heimsbókmenntanna. Ég minnist þess ekki að hafa séð hann í Séð og heyrt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ég reyndi eftir fremsta megni að fylgjast með fjölmiðlum á Spáni meðan ég dvaldist þar í sumarfríinu, svona til að þefa örlítið af þjóðarsálinni. Fljótlega tók ég eftir konu nokkurri, Belen Esteban að nafni, sem fjölmiðlamenn fylgdu eftir hvert fótmál. Vitanlega varð ég forvitinn að vita hvað hún hefði unnið sér til frægðar. Þarlendir sögðu mér þá að hún hefði verið gift nautabananum mikla Jesúlín í nokkur ár og hefði verið aðsópsmikil í spænskum fjölmiðlum allar götur síðan. Gerði ég nokkurt grín að þessu til að byrja með því þótt það geti vissulega talist nokkurt afrek að vera gift færum nautabana kvað ég þessa frægðarsól yndismeyjarinnar bera merki um ankannalega þjóðarsál á Íberíuskaganum og væru þeir því vel að því komnir að Íslendingar kvæðu við að eitthvað kæmi þeim spánskt fyrir sjónir þegar fáránleiki lífsins blasti við. En gamanið rann af mér þegar ég áttaði mig á því að hér á Íslandi, eins og víðast hvar, er fólk frægt fyrir hina furðulegustu hluti. Í nútíma fjölmiðlun virðist frægðarsólin nefnilega oft vera samningsatriði milli fjölmiðlamanna og síðan sjálfskipaðra stjarna. Þá þarf kannski ekki nema fræga kærustu, nektardansstað, útistöður við lögregluyfirvöld eða kjánaleg uppátæki til að fleyta sér inn í hringiðu dægurmálanna og tryggja sér þar fastasæti. Fyrir utan það er eftirtektarverðum þátttakendum í raunveruleikaþáttum þrykkt svo þyrmilega í þjóðina að hún fær ekki frið fyrr en hún veit hvað þessu fólki finnst best að borða og hvers konar blómavasa það vill hafa í stofunni. Miðað við þessar áherslur er það mér til efs að Van Gogh fengi að finna fyrir frægðarsólinni væri hann nú á lífi nema þá kannski fyrir afskorna eyrað. Það er þó alveg ástæðulaust að pirra sig út af þessu svo lengi sem maður minnist orða persneska skáldsins Múslí Úddín Sadí en hann orti: Þó burt sé dýrum demant fleygt í duftið, er hans gildi jafnt; og eins er duftið ávallt samt þó upp til skýja sé því feykt. Helgi Hálfdanarson þýddi ljóðið en fyrir tilstuðlan hans höfum við Íslendingar fengið að njóta helstu perlna heimsbókmenntanna. Ég minnist þess ekki að hafa séð hann í Séð og heyrt.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun