Fyrirtæki horfa til hjáleiðar með krónur Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 12. nóvember 2008 00:01 Binni í Vinnslustöðinni. Tveir stjórnendur útflutningsfyrirtækja í sjávarútvegi segja of áhættusamt að fara fram hjá Seðlabankanum í viðskiptum við útlönd. Það borgi sig að bíða eftir erlendu fé heldur en eiga á hættu að tapa því öllu. Mynd/Hari „Við tökum gjaldeyri heim í gegnum Seðlabankann en erum í helvítis vandræðum. Þetta hefur þó aðeins verið að koma inn síðustu tvo daga,“ segir Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands. Ólafur sagði í samtali við Markaðinn fyrir mánuði fyrirtækið ekki hafa fengið gjaldeyri í tíu daga, allt vera stopp og menn horfa í gaupnir sér. „Nú höfum við fengið 14.544 evrur síðustu fimm vikur, en áttum að fá helling í viðbót,“ sagði hann í gær. Upphæðin sem beðið var eftir í tíu daga hafi reynst liggja í Seðlabankanum allan tímann.Þrátt fyrir þetta segir hann ekki koma til greina að virkja aðrar leiðir til útlandaviðskipta, svo sem með viðskiptum til hliðar við Seðlabankann eða með því að geyma gjaldeyri erlendis þar til hremmingarnar líði hjá á íslenskum gjaldeyrismarkaði. „Ég kem ekki nálægt því. Okkur veitir ekki af því að fá gjaldeyri strax inn í landið til að styrkja kerfið og borga laun.“ Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að fyrirtæki í útflutningi hafi í nokkrum mæli nýtt sér hjáleiðir fram hjá Seðlabankanum í erlendum viðskiptum sínum til að komast hjá þeirri tregðu sem skapaðist á íslenskum gjaldeyrismörkuðum eftir ríkisvæðingu bankanna.Hjáleiðin felur í sér að útflutningsfyrirtækið semur við íslenskt fjármálafyrirtæki um stofnun yfirdráttareiknings í erlendum banka, jafnvel samstarfsbanka eða dótturfélagi hans á erlendri grund. Fjármálafyrirtækið tekur síðan veð í eign útflutningsfyrirtækisins erlendis. Þegar sala gengur í gegn dregur fjármálafyrirtækið á yfirdráttarheimildina en greiðir fyrirtækinu upphæðina fyrir eigin reikning hér heima. Andvirði sölu eigna útflutningsfyrirtækisins gengur síðan upp í yfirdráttinn og strikast við það út. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst er hagnaður fjármálafyrirtækisins óverulegur.Á móti felst talsverð áhætta í gjörningnum, ekki síst í skugga hruns og taugatitrings á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Óvíst sé hvort verið sé að leggja háar fjárhæðir inn á reikninga nær gjaldþrota fyrirtækis. Fari fjármálafyrirtækið sem geymi innleggið á hausinn tapist fjárhæðin.„Við höfum skoðað þetta en treystum ekki þeim leiðum sem eru í boði, þetta er of áhættusamt,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Markaðir Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Sjá meira
„Við tökum gjaldeyri heim í gegnum Seðlabankann en erum í helvítis vandræðum. Þetta hefur þó aðeins verið að koma inn síðustu tvo daga,“ segir Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands. Ólafur sagði í samtali við Markaðinn fyrir mánuði fyrirtækið ekki hafa fengið gjaldeyri í tíu daga, allt vera stopp og menn horfa í gaupnir sér. „Nú höfum við fengið 14.544 evrur síðustu fimm vikur, en áttum að fá helling í viðbót,“ sagði hann í gær. Upphæðin sem beðið var eftir í tíu daga hafi reynst liggja í Seðlabankanum allan tímann.Þrátt fyrir þetta segir hann ekki koma til greina að virkja aðrar leiðir til útlandaviðskipta, svo sem með viðskiptum til hliðar við Seðlabankann eða með því að geyma gjaldeyri erlendis þar til hremmingarnar líði hjá á íslenskum gjaldeyrismarkaði. „Ég kem ekki nálægt því. Okkur veitir ekki af því að fá gjaldeyri strax inn í landið til að styrkja kerfið og borga laun.“ Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að fyrirtæki í útflutningi hafi í nokkrum mæli nýtt sér hjáleiðir fram hjá Seðlabankanum í erlendum viðskiptum sínum til að komast hjá þeirri tregðu sem skapaðist á íslenskum gjaldeyrismörkuðum eftir ríkisvæðingu bankanna.Hjáleiðin felur í sér að útflutningsfyrirtækið semur við íslenskt fjármálafyrirtæki um stofnun yfirdráttareiknings í erlendum banka, jafnvel samstarfsbanka eða dótturfélagi hans á erlendri grund. Fjármálafyrirtækið tekur síðan veð í eign útflutningsfyrirtækisins erlendis. Þegar sala gengur í gegn dregur fjármálafyrirtækið á yfirdráttarheimildina en greiðir fyrirtækinu upphæðina fyrir eigin reikning hér heima. Andvirði sölu eigna útflutningsfyrirtækisins gengur síðan upp í yfirdráttinn og strikast við það út. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst er hagnaður fjármálafyrirtækisins óverulegur.Á móti felst talsverð áhætta í gjörningnum, ekki síst í skugga hruns og taugatitrings á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Óvíst sé hvort verið sé að leggja háar fjárhæðir inn á reikninga nær gjaldþrota fyrirtækis. Fari fjármálafyrirtækið sem geymi innleggið á hausinn tapist fjárhæðin.„Við höfum skoðað þetta en treystum ekki þeim leiðum sem eru í boði, þetta er of áhættusamt,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Sjá meira