Arnór: Skandall af okkar hálfu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 15. júní 2008 21:02 Ólafur Stefánsson glímir við vörn Makedóníu. Arnór Atlason var þungur á brún og myrkur í máli eftir leik Íslands og Makedóníu í dag. „Skandall af okkar hálfu. Þetta var okkar eigið klúður. Við getum ekki kennt neinum öðrum um þetta." „Í stöðunni 22-18 eigum við möguleika á að skora 23ja markið ég veit ekki hvað lengi. Þá förum við með einhver 3 til 4 dauðafæri. Þannig að þetta er bara okkar klúður í báðum leikjum. Fyrri leikurinn var algjör skandall líka. Við áttum aldrei að hleypa þessu í að þurfa að sækja svona mörg mörk á heimavelli. Fyrri leikurinn klúðraði þessu þannig séð fyrir okkur en við eigum alla möguleika í dag samt." Arnór segir liðið of reynt til að geta talað um að spennan hafi orðið liðinu að falli. „Liðið hefur gengið í gegnum meira en þessa leiki þannig að það er ekki hægt að kenna spennustigi um. Við ætluðum svoleiðis að hefna fyrri síðasta leik. Veit ekki hvort við höfum verið of æstir en tækifærin voru fyrir hendi og þetta liggur hjá okkur sjálfum. Þetta er óafsakanlegt," sagði Arnór Varnartröllið Vignir Svavarsson var mjög vonsvikinn með úrslitin í leikslok. „Menn eru svekktir. Það er ekki annað hægt. Við vorum skelfilega nálægt því en það var bara ekki nóg. Við vorum allan tímann að reyna að bæta upp fyrir skelfilegan fyrri leik. Það er þar sem við töpum þessu. Við vorum að spila þannig séð fínt í dag stóran hluta af leiknum. Við stóðum vörnina ágætlega og sóknin var ágæt að mestu leyti." Hvíldi markamunurinn of þungt á mönnum? „Ég held ekki. Við ræddum um að taka þetta eitt mark í einu og vera ekki að hugsa um átta mörkin og gera hvað við getum. Ég hugsa að það hafi nú ekki truflað menn. Það er örugglega misjafnt milli manna hvernig það gengur. Óneitanlega getur maður ekki annað en litið á töfluna til að athuga hvað er mikið eftir," sagði Vignir. Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Arnór Atlason var þungur á brún og myrkur í máli eftir leik Íslands og Makedóníu í dag. „Skandall af okkar hálfu. Þetta var okkar eigið klúður. Við getum ekki kennt neinum öðrum um þetta." „Í stöðunni 22-18 eigum við möguleika á að skora 23ja markið ég veit ekki hvað lengi. Þá förum við með einhver 3 til 4 dauðafæri. Þannig að þetta er bara okkar klúður í báðum leikjum. Fyrri leikurinn var algjör skandall líka. Við áttum aldrei að hleypa þessu í að þurfa að sækja svona mörg mörk á heimavelli. Fyrri leikurinn klúðraði þessu þannig séð fyrir okkur en við eigum alla möguleika í dag samt." Arnór segir liðið of reynt til að geta talað um að spennan hafi orðið liðinu að falli. „Liðið hefur gengið í gegnum meira en þessa leiki þannig að það er ekki hægt að kenna spennustigi um. Við ætluðum svoleiðis að hefna fyrri síðasta leik. Veit ekki hvort við höfum verið of æstir en tækifærin voru fyrir hendi og þetta liggur hjá okkur sjálfum. Þetta er óafsakanlegt," sagði Arnór Varnartröllið Vignir Svavarsson var mjög vonsvikinn með úrslitin í leikslok. „Menn eru svekktir. Það er ekki annað hægt. Við vorum skelfilega nálægt því en það var bara ekki nóg. Við vorum allan tímann að reyna að bæta upp fyrir skelfilegan fyrri leik. Það er þar sem við töpum þessu. Við vorum að spila þannig séð fínt í dag stóran hluta af leiknum. Við stóðum vörnina ágætlega og sóknin var ágæt að mestu leyti." Hvíldi markamunurinn of þungt á mönnum? „Ég held ekki. Við ræddum um að taka þetta eitt mark í einu og vera ekki að hugsa um átta mörkin og gera hvað við getum. Ég hugsa að það hafi nú ekki truflað menn. Það er örugglega misjafnt milli manna hvernig það gengur. Óneitanlega getur maður ekki annað en litið á töfluna til að athuga hvað er mikið eftir," sagði Vignir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira