Neyðaraðstoð í uppnámi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 8. nóvember 2008 08:00 Nú eru liðnir 33 dagar frá því að neyðarlög voru sett á Íslandi vegna yfirvofandi efnahagshruns. Strax þá hafði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið nefndur til sögu þótt ekki væri staðfest fyrr en tæpum þremur vikum síðar að leitað yrði til hans um aðstoð. Síðan eru aftur liðnar tvær vikur. Aðstoðin við Ísland er ekki komin á dagskrá stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og enn bíður þjóðin örlaga sinna. Sú pattstaða sem virðist komin upp varðandi liðveislu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er grafalvarleg. Lánið frá sjóðnum virðist vera lykillinn að viðreisn efnahagslífsins á Íslandi. Aðkoma hans skiptir sköpum bæði um lengd og dýpt þeirrar fjármálakreppu sem nú stendur og engan veginn sér fyrir endann á. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær felst pattstaðan í því að meðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bíður, að sögn forsætisráðherra, eftir vilyrði um lán frá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum, bíður sænski seðlabankinn, sem Norðurlandaþjóðirnar hafa valið sér til forystu í málefnum Íslands, eftir niðurstöðu stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Norðurlöndin munu í kjölfar þeirrar niðurstöðu taka ákvörðun um samnorræna aðstoð, að sögn fulltrúa sænska seðlabankans. Ísland er trausti rúið í alþjóðasamfélaginu. Grannþjóðirnar treysta sér ekki til að lána Íslendingum fé ef ekki liggur fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi til aðstoðar. Það hlýtur að vera Íslendingum áfall að bræðraþjóðirnar á Norðurlöndum skuli ekki treysta sér til að veita Íslendingum skilyrðislausan stuðning og vekur óneitanlega til umhugsunar um norrænt samstarf og gildi þess. Menningarleg tengsl okkar við nágrannaþjóðirnar liggja fyrir og þau tengsl ber að rækta áfram sem hingað til. Hins vegar virðist, þegar á hólminn er komið, lítið pólitískt hald vera í norrænu samstarfi. Langt og strangt endurreisnarstarf bíður okkar Íslendinga. Líklega á íslenska krónan sér ekki viðreisnar von þannig að ljóst er að sú endurreisn getur ekki orðið nema með sterkari gjaldmiðli. Bið hefur sett svip sinn á undangengnar vikur og svo virðist sem þjóðin muni halda áfram að bíða enn um sinn. Ekki mun liggja fyrir fyrr en í næstu viku hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur til aðstoðar. Óvissa og bið undanfarinna vikna hefur verið mörgum þung í skauti. Það er þjóðinni afar brýnt að draga eftir föngum úr þessari óvissu. Forsætisráðherra segist fullviss um að lán fáist og þar af leiðandi komi til aðstoðarinnar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Óskandi væri þó að tími vangaveltna um það hvort til aðstoðarinnar komi eða ekki væri liðinn og tími raunverulegra yfirlýsinga sem hald er í runninn upp. Fyrr en það gerist fæst engin viðspyrna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Nú eru liðnir 33 dagar frá því að neyðarlög voru sett á Íslandi vegna yfirvofandi efnahagshruns. Strax þá hafði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið nefndur til sögu þótt ekki væri staðfest fyrr en tæpum þremur vikum síðar að leitað yrði til hans um aðstoð. Síðan eru aftur liðnar tvær vikur. Aðstoðin við Ísland er ekki komin á dagskrá stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og enn bíður þjóðin örlaga sinna. Sú pattstaða sem virðist komin upp varðandi liðveislu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er grafalvarleg. Lánið frá sjóðnum virðist vera lykillinn að viðreisn efnahagslífsins á Íslandi. Aðkoma hans skiptir sköpum bæði um lengd og dýpt þeirrar fjármálakreppu sem nú stendur og engan veginn sér fyrir endann á. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær felst pattstaðan í því að meðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bíður, að sögn forsætisráðherra, eftir vilyrði um lán frá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum, bíður sænski seðlabankinn, sem Norðurlandaþjóðirnar hafa valið sér til forystu í málefnum Íslands, eftir niðurstöðu stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Norðurlöndin munu í kjölfar þeirrar niðurstöðu taka ákvörðun um samnorræna aðstoð, að sögn fulltrúa sænska seðlabankans. Ísland er trausti rúið í alþjóðasamfélaginu. Grannþjóðirnar treysta sér ekki til að lána Íslendingum fé ef ekki liggur fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi til aðstoðar. Það hlýtur að vera Íslendingum áfall að bræðraþjóðirnar á Norðurlöndum skuli ekki treysta sér til að veita Íslendingum skilyrðislausan stuðning og vekur óneitanlega til umhugsunar um norrænt samstarf og gildi þess. Menningarleg tengsl okkar við nágrannaþjóðirnar liggja fyrir og þau tengsl ber að rækta áfram sem hingað til. Hins vegar virðist, þegar á hólminn er komið, lítið pólitískt hald vera í norrænu samstarfi. Langt og strangt endurreisnarstarf bíður okkar Íslendinga. Líklega á íslenska krónan sér ekki viðreisnar von þannig að ljóst er að sú endurreisn getur ekki orðið nema með sterkari gjaldmiðli. Bið hefur sett svip sinn á undangengnar vikur og svo virðist sem þjóðin muni halda áfram að bíða enn um sinn. Ekki mun liggja fyrir fyrr en í næstu viku hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur til aðstoðar. Óvissa og bið undanfarinna vikna hefur verið mörgum þung í skauti. Það er þjóðinni afar brýnt að draga eftir föngum úr þessari óvissu. Forsætisráðherra segist fullviss um að lán fáist og þar af leiðandi komi til aðstoðarinnar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Óskandi væri þó að tími vangaveltna um það hvort til aðstoðarinnar komi eða ekki væri liðinn og tími raunverulegra yfirlýsinga sem hald er í runninn upp. Fyrr en það gerist fæst engin viðspyrna.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun