Íslenskt, já takk! Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 24. október 2008 08:00 Akureyri mátti muna sinn fífil fegurri þegar ég var að alast þar upp. Ég er því ekki ein þeirra sem geta kallað fram bragðið af Valash-drykknum víðfræga með því einu að loka augunum og aldrei var ég svo heppin að eiga Duffys-buxur frá Gefjun. Hins vegar rámar mig í að hafa fengið Act-spariskó frá Iðunni tvenn jól í röð og á gelgjunni dró ég fram gamla mokkajakkann hennar mömmu, akureyrska framleiðslu frá gullaldarárum verksmiðjanna, sem var aftur kominn í tísku. Það er hálfgerð synd að núna, þegar fjármálaheimurinn er hruninn og atvinnuöryggi þjóðarinnar virðist felast í framleiðslustörfum á borð við sjávarútveg og landbúnað, skuli nýbúið að valta yfir öll verksmiðjuhúsin á Gleráreyrunum til að byggja þar kuldalega verslunarmiðstöð. Nú væri lag að upphefja íslenskan iðnað á ný enda verða þjóðir að vera sjálfbærar í framleiðslu sinni þegar gjaldeyrishöft vofa yfir og erlendar þjóðir vilja ekki leika við okkur lengur. Miðað við svartsýnisrausið er aðeins tímaspursmál hvenær innflutningi á erlendum merkjafatnaði og heimilistækjum verður beinlínis hætt og hvað ætlum við þá að gera? Best væri að koma Sambandsverksmiðjunum í gang hið snarasta og auðvitað þarf Rafha að hefja framleiðslu á hafnfirskum eldavélum og bökunarofnum á ný. Þegar við erum fær um að sjá okkur fyrir mat, græjum og fatnaði getum við síðan farið í almennilega fýlu við stjórþjóðirnar sem voru svo vondar við okkur. Þær geta bara átt sig! Við þurfum ekkert á þeim að halda svo lengi sem við höfum Álafossúlpur, slátur og Freyju rís. Nú verður gaman að lifa. Innlend dagskrárgerð mun blómstra og þættir á borð við Innlit-útlit fá algjörlega nýjan tilgang. Í stað þess að sýna okkur stílhrein heimili ríka (eða skuldsetta) fólksins, sem fór og keypti allt í einni ferð í fínustu húsgagnaverslun bæjarins, verður boðið upp á fræðandi efni um það hvernig búa megi til borðstofuborð úr áburðarbrettum og hvernig plássið nýtist best þegar fimm þurfa að deila herbergi. Ef við erum heppin má horfa á þessa dásemd með Lindubuff í annarri og ískalt Valash í hinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar
Akureyri mátti muna sinn fífil fegurri þegar ég var að alast þar upp. Ég er því ekki ein þeirra sem geta kallað fram bragðið af Valash-drykknum víðfræga með því einu að loka augunum og aldrei var ég svo heppin að eiga Duffys-buxur frá Gefjun. Hins vegar rámar mig í að hafa fengið Act-spariskó frá Iðunni tvenn jól í röð og á gelgjunni dró ég fram gamla mokkajakkann hennar mömmu, akureyrska framleiðslu frá gullaldarárum verksmiðjanna, sem var aftur kominn í tísku. Það er hálfgerð synd að núna, þegar fjármálaheimurinn er hruninn og atvinnuöryggi þjóðarinnar virðist felast í framleiðslustörfum á borð við sjávarútveg og landbúnað, skuli nýbúið að valta yfir öll verksmiðjuhúsin á Gleráreyrunum til að byggja þar kuldalega verslunarmiðstöð. Nú væri lag að upphefja íslenskan iðnað á ný enda verða þjóðir að vera sjálfbærar í framleiðslu sinni þegar gjaldeyrishöft vofa yfir og erlendar þjóðir vilja ekki leika við okkur lengur. Miðað við svartsýnisrausið er aðeins tímaspursmál hvenær innflutningi á erlendum merkjafatnaði og heimilistækjum verður beinlínis hætt og hvað ætlum við þá að gera? Best væri að koma Sambandsverksmiðjunum í gang hið snarasta og auðvitað þarf Rafha að hefja framleiðslu á hafnfirskum eldavélum og bökunarofnum á ný. Þegar við erum fær um að sjá okkur fyrir mat, græjum og fatnaði getum við síðan farið í almennilega fýlu við stjórþjóðirnar sem voru svo vondar við okkur. Þær geta bara átt sig! Við þurfum ekkert á þeim að halda svo lengi sem við höfum Álafossúlpur, slátur og Freyju rís. Nú verður gaman að lifa. Innlend dagskrárgerð mun blómstra og þættir á borð við Innlit-útlit fá algjörlega nýjan tilgang. Í stað þess að sýna okkur stílhrein heimili ríka (eða skuldsetta) fólksins, sem fór og keypti allt í einni ferð í fínustu húsgagnaverslun bæjarins, verður boðið upp á fræðandi efni um það hvernig búa megi til borðstofuborð úr áburðarbrettum og hvernig plássið nýtist best þegar fimm þurfa að deila herbergi. Ef við erum heppin má horfa á þessa dásemd með Lindubuff í annarri og ískalt Valash í hinni.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun