Boston byrjaði með sigri - Oden meiddist aftur 29. október 2008 09:20 Hér má sjá hvar meistarafáninn er hengdur upp í rjáfur í Boston í nótt NordicPhotos/GettyImages Keppnistímabilið í NBA deildinni hófst í nótt með þremur leikjum. Leikmenn Boston fengu afhenta meistarahringana sína fyrir sigurinn síðasta sumar og lögðu svo Cleveland að velli 90-85 á heimavelli. Það mátti sjá tár leka niður vanga Paul Piercehjá Boston þegar hann tók við hringnum sínum rétt eins og þegar liðið tryggði sér fyrsta meistaratitilinn í tvo áratugi í sumar. Þá var 17. meistarafáni félagsins hengdur upp í rjáfur. Þegar flautað var til leiks, voru leikmenn Boston hinsvegar búnir að þurrka tárin og tilbúnir í slaginn líkt og allan síðasta vetur. Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 14, en LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 22 stig, Zydrunas Ilgauskas skoraði 15 og Mo Williams skoraði 12 stig í sínum fyrsta leik með liðinu eftir að hann kom frá Milwaukee í sumar. Liðið sem mætti Boston í úrslitunum í sumar, LA Lakers, byrjaði leiktíðina líka vel. Liðið vann öruggan sigur á Portland heima 96-76. Það sem hæst bar í leiknum var að þarna spilaði miðherjinn Greg Oden sinn fyrsta leik með Portland eftir að hafa verið meiddur allt fyrsta árið sitt í fyrra. Ekki gekk frumraun hans nú betur, því hann meiddist á fæti og þurfti að fara af velli. Meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg, en hann á eftir að fara í myndatöku. Kobe Bryant var atkvæðamestur í liði LA Lakers með 23 stig og 11 fráköst og Pau Gasol skoraði 15 stig. Travis Outlaw skoraði 18 stig fyrir Portland og Rudy Fernandez skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik í NBA. Loks vann Chicago sigur á Milwaukee 108-95 á heimavelli. Þjálfarinn Vinnie del Negro vann þarna sinn fyrsta sigur sem þjálfari á ferlinum og það gegn fyrrum þjálfara Chicago, Scott Skiles, sem nú er við stjórnvölinn hjá Milwaukee. Luol Deng var atkvæðamestur í jöfnu liði Chicago með 21 stig, Ben Gordon skoraði 18 stig af bekknum og Kirk Hinrich 15. Tyrus Thomas skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og þá stóð nýliðinn Derrick Rose sig vel og skoraði 11 stig og gaf 9 stoðsendingar í frumraun sinni. Michael Redd var langatkvæðamestur hjá Milwaukee með 30 stig og Richard Jefferson skoraði 15 stig í sínum fyrsta leik fyrir liðið eftir að hann kom frá New Jersey í sumar. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Keppnistímabilið í NBA deildinni hófst í nótt með þremur leikjum. Leikmenn Boston fengu afhenta meistarahringana sína fyrir sigurinn síðasta sumar og lögðu svo Cleveland að velli 90-85 á heimavelli. Það mátti sjá tár leka niður vanga Paul Piercehjá Boston þegar hann tók við hringnum sínum rétt eins og þegar liðið tryggði sér fyrsta meistaratitilinn í tvo áratugi í sumar. Þá var 17. meistarafáni félagsins hengdur upp í rjáfur. Þegar flautað var til leiks, voru leikmenn Boston hinsvegar búnir að þurrka tárin og tilbúnir í slaginn líkt og allan síðasta vetur. Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 14, en LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 22 stig, Zydrunas Ilgauskas skoraði 15 og Mo Williams skoraði 12 stig í sínum fyrsta leik með liðinu eftir að hann kom frá Milwaukee í sumar. Liðið sem mætti Boston í úrslitunum í sumar, LA Lakers, byrjaði leiktíðina líka vel. Liðið vann öruggan sigur á Portland heima 96-76. Það sem hæst bar í leiknum var að þarna spilaði miðherjinn Greg Oden sinn fyrsta leik með Portland eftir að hafa verið meiddur allt fyrsta árið sitt í fyrra. Ekki gekk frumraun hans nú betur, því hann meiddist á fæti og þurfti að fara af velli. Meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg, en hann á eftir að fara í myndatöku. Kobe Bryant var atkvæðamestur í liði LA Lakers með 23 stig og 11 fráköst og Pau Gasol skoraði 15 stig. Travis Outlaw skoraði 18 stig fyrir Portland og Rudy Fernandez skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik í NBA. Loks vann Chicago sigur á Milwaukee 108-95 á heimavelli. Þjálfarinn Vinnie del Negro vann þarna sinn fyrsta sigur sem þjálfari á ferlinum og það gegn fyrrum þjálfara Chicago, Scott Skiles, sem nú er við stjórnvölinn hjá Milwaukee. Luol Deng var atkvæðamestur í jöfnu liði Chicago með 21 stig, Ben Gordon skoraði 18 stig af bekknum og Kirk Hinrich 15. Tyrus Thomas skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og þá stóð nýliðinn Derrick Rose sig vel og skoraði 11 stig og gaf 9 stoðsendingar í frumraun sinni. Michael Redd var langatkvæðamestur hjá Milwaukee með 30 stig og Richard Jefferson skoraði 15 stig í sínum fyrsta leik fyrir liðið eftir að hann kom frá New Jersey í sumar.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira