Meistaralið Úsbekistan í knattspyrnu, Kuruvchi, hefur sent út tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem tilkynnt er að félagið hafi gert skammtímasamning við framherjann Samuel Eto´o hjá Barcelona.
Fréttir af þessu hafa birst á miðlum víða í Evrópu í dag, en forráðamenn Barcelona segja ekkert hæft í þessum tíðindum.
Í yfirlýsingu á heimasíðu Kuruvchi segir að Eto´o muni verða samningsbundinn félaginu út árið 2008 og hafi möguleika á að gera langtímasamning að þeim tíma loknum. Þetta sé tilkomið vegna góðra samskipta á milli Kuruvchi og Barcelona.