
Körfubolti
Scott að framlengja við Hornets

Byron Scott hefur samþykkt að framlengja samning sinn við spútniklið New Orleans Hornets í NBA deildinni. Scott var kjörinn þjálfari ársins í NBA í vetur og undir hans stjórn var Hornets-liðið aðeins einum leik frá því að komast í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar.