San Antonio í úrslit Vesturdeildar 20. maí 2008 03:52 Tony Parker og Manu Ginobili fóru fyrir liði meistaranna í nótt NordcPhotos/GettyImages Meistarar San Antonio Spurs sýndu mikla seiglu í nótt þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 91-82 útisigri á New Orleans Hornets í oddaleik liðanna. San Antonio lenti 2-0 og 3-2 undir í einvíginu, en leiddi frá fyrstu mínútu í leiknum í nótt. Liðið náði mest 17 stiga forskoti í síðari hálfleik, en heimamenn tóku við sér í blálokin og náðu að gera leikinn spennandi. Hornets-menn fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á síðustu 2 mínútunum, en meistararnir náðu að halda haus og klára leikinn. Tölfræði leiksins Fyrstu sex leikirnir í einvíginu voru mjög ójafnir og þó rimma liðanna hafi farið í sjö leiki, unnust þeir með að meðaltali tæpum 17 stigum. Það var mesti munurinn í öllum fjórum undanúrslitarimmunum. Manu Ginobili var atkvæðamestur í liði San Antonio með 26 stig, en hitti reyndar aðeins úr 6 af 19 skotum sínum utan af velli. Tony Parker skoraði 17 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig og hirti 14 fráköst. Það voru ekki síst varamenn á borð við Ime Udoka, Robert Horry og Michael Finley sem gerðu gæfumuninn með fínu sóknarframlagi af bekknum. "Við trúðum því allan tímann að við gætum unnið á útivelli í þessu einvígi. Það var ekki síst fyrir reynslu okkar að við höfðum sjálfstraustið til að klára þetta," sagði Tim Duncan, leikmaður San Antonio. Byron Scott og Chris Paul voru mennirnir á bak við öskubuskuævintýrið hjá New Orleans í veturNordicPhotos/GettyImages Hornets-menn reynslunni ríkari David West skoraði 12 af 20 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum, Chris Paul skoraði 18 stig, gaf 14 stoðsendingar, hirti 8 fráköst og stal 5 boltum og Jannero Pargo skoraði 18 stig af bekknum. Þar með er öskubuskuævintýri New Orleans í vetur lokið, en liðið fór lengra en nokkur maður þorði að vona í haust. Ljóst er að liðið á framtíðina fyrir sér, en ef til vill sýndi reynsluleysi leikmanna liðsins sig loksins í þessum oddaleik gegn reyndu liði Spurs. "Ég vil að strákarnir muni hvernig tilfinning það er að tapa svona leik alveg þangað til við byrjum að undirbúa næsta tímabil. Menn þurfa að ganga í gegn um ýmislegt áður en þeir geta fundið hvað það er góð tilfinning að klára svona einvígi. Maður fer einfaldlega ekki frá því að komast ekki í úrslitakeppnina og beint í að vinna titil. Þannig gengur þetta ekki fyrir sig. En við erum á réttri leið," sagði Byron Scott, þjálfari New Orleans. San Antonio varð NBA meistari árin 1999, 2003, 2005 og 2007, en hefur ekki gengið vel árin eftir að liðið hefur orðið meistari. Sigur liðsins í nótt þýddi að liðið er í fyrsta skipti að komast upp úr annari umferð árið eftir að það landar titlinum. San Antonio mætir Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar og þegar var orðið ljóst að það verða Boston og Detroit sem kljást í úrslitum Austurdeildar. Stöð 2 Sport hefur beinar útsendingar frá rimmunum næsta föstudagskvöld. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs sýndu mikla seiglu í nótt þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 91-82 útisigri á New Orleans Hornets í oddaleik liðanna. San Antonio lenti 2-0 og 3-2 undir í einvíginu, en leiddi frá fyrstu mínútu í leiknum í nótt. Liðið náði mest 17 stiga forskoti í síðari hálfleik, en heimamenn tóku við sér í blálokin og náðu að gera leikinn spennandi. Hornets-menn fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á síðustu 2 mínútunum, en meistararnir náðu að halda haus og klára leikinn. Tölfræði leiksins Fyrstu sex leikirnir í einvíginu voru mjög ójafnir og þó rimma liðanna hafi farið í sjö leiki, unnust þeir með að meðaltali tæpum 17 stigum. Það var mesti munurinn í öllum fjórum undanúrslitarimmunum. Manu Ginobili var atkvæðamestur í liði San Antonio með 26 stig, en hitti reyndar aðeins úr 6 af 19 skotum sínum utan af velli. Tony Parker skoraði 17 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig og hirti 14 fráköst. Það voru ekki síst varamenn á borð við Ime Udoka, Robert Horry og Michael Finley sem gerðu gæfumuninn með fínu sóknarframlagi af bekknum. "Við trúðum því allan tímann að við gætum unnið á útivelli í þessu einvígi. Það var ekki síst fyrir reynslu okkar að við höfðum sjálfstraustið til að klára þetta," sagði Tim Duncan, leikmaður San Antonio. Byron Scott og Chris Paul voru mennirnir á bak við öskubuskuævintýrið hjá New Orleans í veturNordicPhotos/GettyImages Hornets-menn reynslunni ríkari David West skoraði 12 af 20 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum, Chris Paul skoraði 18 stig, gaf 14 stoðsendingar, hirti 8 fráköst og stal 5 boltum og Jannero Pargo skoraði 18 stig af bekknum. Þar með er öskubuskuævintýri New Orleans í vetur lokið, en liðið fór lengra en nokkur maður þorði að vona í haust. Ljóst er að liðið á framtíðina fyrir sér, en ef til vill sýndi reynsluleysi leikmanna liðsins sig loksins í þessum oddaleik gegn reyndu liði Spurs. "Ég vil að strákarnir muni hvernig tilfinning það er að tapa svona leik alveg þangað til við byrjum að undirbúa næsta tímabil. Menn þurfa að ganga í gegn um ýmislegt áður en þeir geta fundið hvað það er góð tilfinning að klára svona einvígi. Maður fer einfaldlega ekki frá því að komast ekki í úrslitakeppnina og beint í að vinna titil. Þannig gengur þetta ekki fyrir sig. En við erum á réttri leið," sagði Byron Scott, þjálfari New Orleans. San Antonio varð NBA meistari árin 1999, 2003, 2005 og 2007, en hefur ekki gengið vel árin eftir að liðið hefur orðið meistari. Sigur liðsins í nótt þýddi að liðið er í fyrsta skipti að komast upp úr annari umferð árið eftir að það landar titlinum. San Antonio mætir Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar og þegar var orðið ljóst að það verða Boston og Detroit sem kljást í úrslitum Austurdeildar. Stöð 2 Sport hefur beinar útsendingar frá rimmunum næsta föstudagskvöld. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira