Varnartröllið Sverre Jakobsson hjá Gummersbach hefur bæst í íslenska landsliðshópinn. Liðið er að undirbúa sig fyrir fyrri leikinn gegn Makedóníu um sæti á HM en hann fer fram ytra á sunnudag.
Sverre gaf af ekki kost á sér í landsliðshópinn fyrir leikina í Póllandi þar sem kona hans var að eiga barn.
Bjarni Fritzson og markvörðurinn Björgvin Gústavsson detta hinsvegar úr hópnum og eru á leið heim frá Þýskalandi þar sem íslenska liðið er að undirbúa sig fyrir leikina mikilvægu.