Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir útilokað að lánssamningur David Beckham verði framlengdur um fram það sem samið var um í gær.
Enski landsliðsmaðurinn verður hjá Milan frá 7. janúar nk og þangað til MLS deildin hefst á ný þann 19. mars.
Galliani segir að ekki komi til greina að framlengja dvöl hans á Ítalíu vegna samninga hans í Bandaríkjunum, en stuðningsmenn Milan hafa tekið mjög vel í þessi tíðindi og því hafði verið fleygt að Beckham myndi hugsanlega skipta alveg yfir í Milan.