Bölið Guðmundur Steingrímsson. skrifar 14. júní 2008 06:00 Nú þegar ég er í útlöndum, á flandri - ekki nokkrum manni til gagns - tók ég upp á því í vikunni, eins og gengur og gerist, að hringja heim og leita frétta. Reyndar var ég orðinn nokkuð undrandi á því að hafa ekki fengið hringingu að heiman frá nokkrum manni, eftir ríflega 10 daga ferðalag. Hefðin er nefnilega, svona að sumarlagi, að allir Íslendingar fái tiltekið símtal að heiman - þegar þeir eru í útlöndum - hvers markmið er aðeins eitt: Að spyrja hvernig veðrið er í útlöndum og koma því svo á framfæri, lymskulega en hnitmiðað, að veðrið sé mjög gott heima. Eftir voleiðis símtöl er það án efa von - ómeðvituð eða meðvituð - þeirra sem heima sitja að flandursfólkið fái sektarkennd. Hvaða vitleysa er það að æða svona til útlanda að sumarlagi, þegar sólin skín á Fróni, þá sjaldan? Þú ert að missa af sumrinu, góði. En hvað um það. Mér var semsagt farið að líða einkennilega þegar ég áttaði mig á því að ég hafði ekki fengið þetta símtal. Þannig að ég ákvað að hringja sjálfur heim. Og það var eins og mig grunaði. Það var ekki allt með felldu. "Hvað er að frétta hér spyrðu," sagði viðmælandi minn og andvarpaði. "Ekki nokkur skapaður hlutur. Menn eru bara vissari um það en áður að allt sé að fara til fjandans í efnahagsmálunum." Það var og. Þetta vissi ég auðvitað. Efnhagsmálin eru ofarlega á baugi. Væntanlega hefur það heldur ekki orðið til að minnka bölmóðinn að sjálfur Steve Jobs skyldi kynna útbreiðslu nýja 3G iPhone símans frá Apple með landakorti af heiminum, nú í vikunni, þar sem Ísland var ekki einu sinni á kortinu. Í huga þessa mikla uppfinningamanns erum við ekki til. Ó, bróðir! Hvert hefur orðið okkar starf? Í nokkrum samtölum við Bandaríkjamenn - en hér er allt að fara til fjandans líka - hef ég reynt að bera höfuðið hátt og haldið því fram að þessi efnahagsvandræði séu bara tímabundinn bylur sem Íslendingar muni standa af sér. Þeir muni bara leita sér menntunar rétt á meðan og koma svo fílefldir til baka. Sjálfsagt er margt til í því. En ég held samt að bölið fari okkur líka ágætlega. Að bölva er okkar leið í niðursveiflum. Þannig tökum við þetta. Andskotans djöfulsins. Svo gengur þetta yfir, þetta helvíti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Nú þegar ég er í útlöndum, á flandri - ekki nokkrum manni til gagns - tók ég upp á því í vikunni, eins og gengur og gerist, að hringja heim og leita frétta. Reyndar var ég orðinn nokkuð undrandi á því að hafa ekki fengið hringingu að heiman frá nokkrum manni, eftir ríflega 10 daga ferðalag. Hefðin er nefnilega, svona að sumarlagi, að allir Íslendingar fái tiltekið símtal að heiman - þegar þeir eru í útlöndum - hvers markmið er aðeins eitt: Að spyrja hvernig veðrið er í útlöndum og koma því svo á framfæri, lymskulega en hnitmiðað, að veðrið sé mjög gott heima. Eftir voleiðis símtöl er það án efa von - ómeðvituð eða meðvituð - þeirra sem heima sitja að flandursfólkið fái sektarkennd. Hvaða vitleysa er það að æða svona til útlanda að sumarlagi, þegar sólin skín á Fróni, þá sjaldan? Þú ert að missa af sumrinu, góði. En hvað um það. Mér var semsagt farið að líða einkennilega þegar ég áttaði mig á því að ég hafði ekki fengið þetta símtal. Þannig að ég ákvað að hringja sjálfur heim. Og það var eins og mig grunaði. Það var ekki allt með felldu. "Hvað er að frétta hér spyrðu," sagði viðmælandi minn og andvarpaði. "Ekki nokkur skapaður hlutur. Menn eru bara vissari um það en áður að allt sé að fara til fjandans í efnahagsmálunum." Það var og. Þetta vissi ég auðvitað. Efnhagsmálin eru ofarlega á baugi. Væntanlega hefur það heldur ekki orðið til að minnka bölmóðinn að sjálfur Steve Jobs skyldi kynna útbreiðslu nýja 3G iPhone símans frá Apple með landakorti af heiminum, nú í vikunni, þar sem Ísland var ekki einu sinni á kortinu. Í huga þessa mikla uppfinningamanns erum við ekki til. Ó, bróðir! Hvert hefur orðið okkar starf? Í nokkrum samtölum við Bandaríkjamenn - en hér er allt að fara til fjandans líka - hef ég reynt að bera höfuðið hátt og haldið því fram að þessi efnahagsvandræði séu bara tímabundinn bylur sem Íslendingar muni standa af sér. Þeir muni bara leita sér menntunar rétt á meðan og koma svo fílefldir til baka. Sjálfsagt er margt til í því. En ég held samt að bölið fari okkur líka ágætlega. Að bölva er okkar leið í niðursveiflum. Þannig tökum við þetta. Andskotans djöfulsins. Svo gengur þetta yfir, þetta helvíti.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun