NBA liðinu í Oklahoma City var í gær gefið nafnið Thunder. Liðið hét áður Seattle Supersonics en nafninu var breytt í tilefni þess að liðið flutti til Oklahomaborgar.
Nafnið hafði reyndar lekið út fyrir nokkrum vikum síðan, en var formlega tilkynnt á blaðamannafundi í gær.
Tveir af leikmönnum liðsins drógu þá niður tjald sem opinberaði merki liðsins undir þrumandi tónum lagsins "Thunderstruck" með rokkhljómsveitinni AC/DC.