Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem mætir Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 21.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.
Eiður Smári er í byrjunarliði Barcelona í fyrsta sinn síðan hann meiddist í landsleik Íslands og Makedóníu í upphafi síðasta mánaðar. Hann er nú í byrjunarliðinu í fjarveru Andrés Iniesta sem meiddist í leik Barcelona og Basel í Meistaradeild Evrópu í vikunni.
Eiður Smári er á miðjunni ásamt þeim Yaya Toure og Xavi en í framlínunni eru þeir Lionel Messi, Samuel Eto'o og Thierry Henry.