Varnarmaðurinn Alessandro Nesta er á leið aftur til leiks en hann mun taka þátt í æfingaleik AC Milan gegn FK Tirana á morgun. Nesta hefur ekkert leikið síðan í sumar en hann meiddist á baki.
Endurkoma Nesta eru mikil gleðitíðindi fyrir Carlo Ancelotti, þjálfara AC Milan, sem hefur átt í vandræðum með öftustu línu. Philippe Senderos hefur ekkert leikið vegna meiðsla og þá er Kakha Kaladze ekki kominn í gott leikform.