Kobe Bryant meiddist á hné í leik með LA Lakers í gær og er óvitað hversu lengi hann verður frá vegna meiðslanna.
Lakers mætti Charlotte Bobcats í æfingaleik og vann leikinn, 102-98. Bryant meiddist í öðrum leikhluta og hafði þá skorað fjögur stig í leiknum.
Hann meiddist þegar hann reyndi að ná frákasti og mátti haltra af velli. Phil Jackson, þjálfari Lakers, gat ekkert sagt um meiðslin eftir leikinn og verður Bryant betur skoðaður í dag.