Ítalska knattspyrnusambandið hefur rekið Roberto Donadoni en Ítalía féll úr keppni í átta liða úrslitum Evrópumótsins sem nú stendur yfir. Donadoni tók við þjálfun Ítalíu sumarið 2006.
Eftir að Ítalía tapaði fyrir Spáni sagðist Donadoni ekki ætla að segja af sér. Ítalska sambandið tók hinsvegar af skarið og sagði upp samningi sínum við þjálfarann en tvö ár voru eftir af honum.
Ítalskir fjölmiðlar telja að Marcello Lippi taki aftur við þjálfun ítalska landsliðsins.