Kynferðisofbeldi ekki einkamál þjóða Diljá Ámundadóttir skrifar 24. september 2009 06:00 Nauðganir eiga ekki að vera einkamál þjóða eða samfélaga. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er mannréttindabarátta og sem slík er hún óháð landamærum; kynferðisglæpir koma okkur öllum við, hvar á jarðkringlunni sem þeir eru framdir. Í Austur-Kongó hafa konur og stúlkubörn átt sér fáa málsvara. Þar er hins vegar að finna eina skelfilegustu birtingarmynd kynferðisofbeldis. Umfang og grimmd ofbeldisins er slík að varla verður lýst með orðum. Hrottalegar nauðganir eru daglegt brauð og konur og stúlkur eru hvergi óhultar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur áætlað að á undanförnum áratug séu þolendur kynferðisofbeldis í Austur-Kongó mörg hundruð þúsund. Þar af er yfir helmingurinn á barnsaldri. Allt frá upphafi átaka sem brutust út í landinu árið 1998 var kynferðisofbeldi beitt skipulega til að niðurlægja þolendurna og sundra fjölskyldum og samfélögum. Þótt friður hafi formlega komist á í Austur-Kongó árið 2003 geisa enn átök í austurhluta landsins og nauðgunum er miskunnarlaust beitt. Ofbeldið einskorðast þó ekki við átakasvæði heldur viðgengst um allt landið. Eftir sitja konur og stúlkubörn með djúp ör á sál og líkama. Fyrir tveimur árum tóku V-dagssamtökin og UNICEF höndum saman ásamt konum í Austur-Kongó. Markmiðið er að vekja athygli á hinum skelfilegu mannréttindabrotum sem konur og stúlkubörn verða fyrir; þessari hræðilegu martröð sem á sér stað í Austur-Kongó. Á sama tíma hafa samtökin staðið fyrir fjáröflun til styrktar starfi UNICEF í landinu sem miðar að því að uppræta viðhorf sem stuðla að kynferðisofbeldi og ekki síst hjálpa konum og stúlkubörnum að byggja upp líf sitt að nýju í skugga þeirra hörmunga sem þær hafa gengið í gegnum. Um þessar mundir standa samtökin fyrir fjáröflun á Íslandi. Ég vona að almenningur á Íslandi leggi okkur lið og gefi um leið skýr skilaboð um að kynferðisofbeldi verði hvergi liðið. Við getum verið málsvarar kvenna og stúlkna í Austur-Kongó.Höfundur er formaður V-dagsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Veiðikortasjóður falinn fjársjóður Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. 24. september 2009 06:00 Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Nauðganir eiga ekki að vera einkamál þjóða eða samfélaga. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er mannréttindabarátta og sem slík er hún óháð landamærum; kynferðisglæpir koma okkur öllum við, hvar á jarðkringlunni sem þeir eru framdir. Í Austur-Kongó hafa konur og stúlkubörn átt sér fáa málsvara. Þar er hins vegar að finna eina skelfilegustu birtingarmynd kynferðisofbeldis. Umfang og grimmd ofbeldisins er slík að varla verður lýst með orðum. Hrottalegar nauðganir eru daglegt brauð og konur og stúlkur eru hvergi óhultar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur áætlað að á undanförnum áratug séu þolendur kynferðisofbeldis í Austur-Kongó mörg hundruð þúsund. Þar af er yfir helmingurinn á barnsaldri. Allt frá upphafi átaka sem brutust út í landinu árið 1998 var kynferðisofbeldi beitt skipulega til að niðurlægja þolendurna og sundra fjölskyldum og samfélögum. Þótt friður hafi formlega komist á í Austur-Kongó árið 2003 geisa enn átök í austurhluta landsins og nauðgunum er miskunnarlaust beitt. Ofbeldið einskorðast þó ekki við átakasvæði heldur viðgengst um allt landið. Eftir sitja konur og stúlkubörn með djúp ör á sál og líkama. Fyrir tveimur árum tóku V-dagssamtökin og UNICEF höndum saman ásamt konum í Austur-Kongó. Markmiðið er að vekja athygli á hinum skelfilegu mannréttindabrotum sem konur og stúlkubörn verða fyrir; þessari hræðilegu martröð sem á sér stað í Austur-Kongó. Á sama tíma hafa samtökin staðið fyrir fjáröflun til styrktar starfi UNICEF í landinu sem miðar að því að uppræta viðhorf sem stuðla að kynferðisofbeldi og ekki síst hjálpa konum og stúlkubörnum að byggja upp líf sitt að nýju í skugga þeirra hörmunga sem þær hafa gengið í gegnum. Um þessar mundir standa samtökin fyrir fjáröflun á Íslandi. Ég vona að almenningur á Íslandi leggi okkur lið og gefi um leið skýr skilaboð um að kynferðisofbeldi verði hvergi liðið. Við getum verið málsvarar kvenna og stúlkna í Austur-Kongó.Höfundur er formaður V-dagsins á Íslandi.
Veiðikortasjóður falinn fjársjóður Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. 24. september 2009 06:00
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun