Umfjöllun: Hart barist í grannaslag Vals og Fram Ómar Þorgeirsson skrifar 25. nóvember 2009 20:59 Það var hart tekist á í Vodafonehöllinni í kvöld. Mynd/Vilhelm Það vantar sjaldan upp á baráttuna þegar erkifjendurnir Valur og Fram mætast í kappleikjum og leikur Vals og Fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld var engin undantekning. Leikurinn var hörkuspennandi og endaði með jafntefli, 21-21, en staðan var 11-10 Val í vil í hálfleik. Gestirnir í Fram mættu hins vegar betur stemdari til leiks í vægast sagt kaflaskiptum fyrri hálfleik og komust fljótlega í 1-5 forystu. Það reyndist aftur á móti skammgóður vermir því Valsstúlkur hrukku þá í gang og skoruðu hvorki fleiri né færri en átta mörk í röð og breyttu stöðunni í 9-5. Markvörðuinn Íris Björk Símonardóttir sá þó til þess að Fram náði að klóra sig aftur inn í leikinn en hún varði 18 skot í skrautlegum fyrri hálfleiknum. Staðan var 11-10 Val í vil þegar hálfleiksflautan gall og leikmenn gáfu ekkert eftir eins og gjarnan tíðkast þegar þessi lið mætast. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn og spennandi en Fram var þó skrefinu á undan lengi vel og staðan var til að mynda 17-19 þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Munurinn var enn tvö mörk þegar fimm mínútur voru eftir á leikklukkunni en þá fylgdu tvö mörk í röð hjá Val. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Hildur Þorgeirsdóttir kom Fram í 20-21 og gestirnir í fínni stöðu til þess að hirða þau stig sem í boði voru en Kristín Guðmundsdóttir var á öðru máli og jafnaði leikinn 21-21 og það reyndist niðurstaðan. Bæði lið voru að spila góða vörn og fengu í kjölfarið fína markvörslu en sóknarleikur liðanna var frekar tilviljunarkenndur og lítið um hraðaupphlaup miðað við að bæði liðin eru með mjög hraða leikmenn í sínum röðum. Valur er enn taplaust í deildinni og aðeins stigi á eftir toppliði Stjörnunnar en Fram er svo stigi á eftir Val. Leikurinn í kvöld undirstrikar annars bara enn og aftur þá hörðu baráttu sem á eftir að vera í toppslag N1-deildar kvenna og fróðlegt að sjá hvaða lið mun reynast hlutskarpast þegar upp er staðið.Tölfræðin:Valur-Fram 21-21 (11-10)Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 4 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 4/1 (11/3), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (7), Katrín Andrésdóttir 3 (7/1), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 16 (21/4, 43%)Hraðaupphlaup: 3 (Íris Ásta, Hildigunnur, Kristín)Fiskuð víti: 4 (Rebekka Rut 2, Hildigunnur, Anna Úrsúla)Utan vallar: 10 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 5/3 (13/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4 (6), Stella Sigurðardóttir 4/1 (14/2), Pavla Nevarilova 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 2 (3).Varin skot: Írís Björk Símonardóttir 25/1 (21/1, 53%).Hraðaupphlaup: 4 (Marthe 2, Karen, Pavla)Fiskuð víti: 6 (Pavla 4, Anna María, Marthe)Utan vallar: 8 mínútur Olís-deild kvenna Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Það vantar sjaldan upp á baráttuna þegar erkifjendurnir Valur og Fram mætast í kappleikjum og leikur Vals og Fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld var engin undantekning. Leikurinn var hörkuspennandi og endaði með jafntefli, 21-21, en staðan var 11-10 Val í vil í hálfleik. Gestirnir í Fram mættu hins vegar betur stemdari til leiks í vægast sagt kaflaskiptum fyrri hálfleik og komust fljótlega í 1-5 forystu. Það reyndist aftur á móti skammgóður vermir því Valsstúlkur hrukku þá í gang og skoruðu hvorki fleiri né færri en átta mörk í röð og breyttu stöðunni í 9-5. Markvörðuinn Íris Björk Símonardóttir sá þó til þess að Fram náði að klóra sig aftur inn í leikinn en hún varði 18 skot í skrautlegum fyrri hálfleiknum. Staðan var 11-10 Val í vil þegar hálfleiksflautan gall og leikmenn gáfu ekkert eftir eins og gjarnan tíðkast þegar þessi lið mætast. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn og spennandi en Fram var þó skrefinu á undan lengi vel og staðan var til að mynda 17-19 þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Munurinn var enn tvö mörk þegar fimm mínútur voru eftir á leikklukkunni en þá fylgdu tvö mörk í röð hjá Val. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Hildur Þorgeirsdóttir kom Fram í 20-21 og gestirnir í fínni stöðu til þess að hirða þau stig sem í boði voru en Kristín Guðmundsdóttir var á öðru máli og jafnaði leikinn 21-21 og það reyndist niðurstaðan. Bæði lið voru að spila góða vörn og fengu í kjölfarið fína markvörslu en sóknarleikur liðanna var frekar tilviljunarkenndur og lítið um hraðaupphlaup miðað við að bæði liðin eru með mjög hraða leikmenn í sínum röðum. Valur er enn taplaust í deildinni og aðeins stigi á eftir toppliði Stjörnunnar en Fram er svo stigi á eftir Val. Leikurinn í kvöld undirstrikar annars bara enn og aftur þá hörðu baráttu sem á eftir að vera í toppslag N1-deildar kvenna og fróðlegt að sjá hvaða lið mun reynast hlutskarpast þegar upp er staðið.Tölfræðin:Valur-Fram 21-21 (11-10)Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 4 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 4/1 (11/3), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (7), Katrín Andrésdóttir 3 (7/1), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 16 (21/4, 43%)Hraðaupphlaup: 3 (Íris Ásta, Hildigunnur, Kristín)Fiskuð víti: 4 (Rebekka Rut 2, Hildigunnur, Anna Úrsúla)Utan vallar: 10 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 5/3 (13/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4 (6), Stella Sigurðardóttir 4/1 (14/2), Pavla Nevarilova 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 2 (3).Varin skot: Írís Björk Símonardóttir 25/1 (21/1, 53%).Hraðaupphlaup: 4 (Marthe 2, Karen, Pavla)Fiskuð víti: 6 (Pavla 4, Anna María, Marthe)Utan vallar: 8 mínútur
Olís-deild kvenna Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn