Ólafur skrifaði erlendum forsetum bréf um bankana 5. október 2009 05:00 Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, skrifaði forseta Íslands bréf 11. ágúst síðastliðinn til að óska eftir upplýsingum um og afritum af bréfaskrifum forsetans í þágu íslenskra fjármálastofnana eða fyrirsvarsmanna þeirra á árunum 2000-2008. Auk þess að spyrja almennt um bréfaskipti þessu tengt tiltók Páll fjögur bréf sem hann bað forsetann um að afhenda nefndinni ljósrit af. Þar var um að ræða bréf til Björgólfs Thors Björgólfssonar, dagsett 11. júlí 2002 og þrjú bréf til erlendra fyrirmenna; bréf frá árinu 1998 til Jiang Zemin, fyrrerandi forseta Kína, og tvö bréf frá árinu 2005, annars vegar til Alexanders krónprins og Katrínar krónprinsessu í Serbíu og hins vegar til Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu. Í svari forsetaembættisins til Páls Hreinssonar frá 27. ágúst er getið um þrettán bréf, auk þeirra fjögurra sem rannsóknarnefndin óskaði sérstaklega eftir. „Aðeins í einu tilviki hefur forseti skrifað bréf gagngert til stuðnings íslensku fjármálafyrirtæki, en það er bréf til forseta Kasakstans þar sem fjallað er um fyrirhugaða starfsemi Creditinfo Group í landinu," segir í svari Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Síðan segir Örnólfur að í fáeinum bréfum öðrum sé vikið að starfsemi íslenskra banka í tilteknu landi en þá sé jafnframt fjallað um ýmis atriði önnur sem varða samvinnu Íslands og viðkomandi lands. Loks sé „í örfáum bréfum vikið að bönkunum í framhjáhlaupi og einu sinni nefnt það áhugamál fyrirsvarsmanns eins þeirra að fá William Jefferson Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til að halda ræðu á Íslandi." Í svari forsetaembættisins til rannsóknarnefndar er tekið fram að forsetinn hafi sent meira en 200 bréf á árunum 2007-2008 til erlendra þjóðarleiðtoga og sendiherra, aðallega til stuðnings framboði Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Forsetaembættið afhenti á föstudag blaðamanni afrit af bréfaskiptum embættisins við rannsóknarnefndina eftir að hafa áður synjað um afhendingu. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, skrifaði forseta Íslands bréf 11. ágúst síðastliðinn til að óska eftir upplýsingum um og afritum af bréfaskrifum forsetans í þágu íslenskra fjármálastofnana eða fyrirsvarsmanna þeirra á árunum 2000-2008. Auk þess að spyrja almennt um bréfaskipti þessu tengt tiltók Páll fjögur bréf sem hann bað forsetann um að afhenda nefndinni ljósrit af. Þar var um að ræða bréf til Björgólfs Thors Björgólfssonar, dagsett 11. júlí 2002 og þrjú bréf til erlendra fyrirmenna; bréf frá árinu 1998 til Jiang Zemin, fyrrerandi forseta Kína, og tvö bréf frá árinu 2005, annars vegar til Alexanders krónprins og Katrínar krónprinsessu í Serbíu og hins vegar til Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu. Í svari forsetaembættisins til Páls Hreinssonar frá 27. ágúst er getið um þrettán bréf, auk þeirra fjögurra sem rannsóknarnefndin óskaði sérstaklega eftir. „Aðeins í einu tilviki hefur forseti skrifað bréf gagngert til stuðnings íslensku fjármálafyrirtæki, en það er bréf til forseta Kasakstans þar sem fjallað er um fyrirhugaða starfsemi Creditinfo Group í landinu," segir í svari Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Síðan segir Örnólfur að í fáeinum bréfum öðrum sé vikið að starfsemi íslenskra banka í tilteknu landi en þá sé jafnframt fjallað um ýmis atriði önnur sem varða samvinnu Íslands og viðkomandi lands. Loks sé „í örfáum bréfum vikið að bönkunum í framhjáhlaupi og einu sinni nefnt það áhugamál fyrirsvarsmanns eins þeirra að fá William Jefferson Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til að halda ræðu á Íslandi." Í svari forsetaembættisins til rannsóknarnefndar er tekið fram að forsetinn hafi sent meira en 200 bréf á árunum 2007-2008 til erlendra þjóðarleiðtoga og sendiherra, aðallega til stuðnings framboði Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Forsetaembættið afhenti á föstudag blaðamanni afrit af bréfaskiptum embættisins við rannsóknarnefndina eftir að hafa áður synjað um afhendingu. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira