Ólafur skrifaði erlendum forsetum bréf um bankana 5. október 2009 05:00 Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, skrifaði forseta Íslands bréf 11. ágúst síðastliðinn til að óska eftir upplýsingum um og afritum af bréfaskrifum forsetans í þágu íslenskra fjármálastofnana eða fyrirsvarsmanna þeirra á árunum 2000-2008. Auk þess að spyrja almennt um bréfaskipti þessu tengt tiltók Páll fjögur bréf sem hann bað forsetann um að afhenda nefndinni ljósrit af. Þar var um að ræða bréf til Björgólfs Thors Björgólfssonar, dagsett 11. júlí 2002 og þrjú bréf til erlendra fyrirmenna; bréf frá árinu 1998 til Jiang Zemin, fyrrerandi forseta Kína, og tvö bréf frá árinu 2005, annars vegar til Alexanders krónprins og Katrínar krónprinsessu í Serbíu og hins vegar til Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu. Í svari forsetaembættisins til Páls Hreinssonar frá 27. ágúst er getið um þrettán bréf, auk þeirra fjögurra sem rannsóknarnefndin óskaði sérstaklega eftir. „Aðeins í einu tilviki hefur forseti skrifað bréf gagngert til stuðnings íslensku fjármálafyrirtæki, en það er bréf til forseta Kasakstans þar sem fjallað er um fyrirhugaða starfsemi Creditinfo Group í landinu," segir í svari Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Síðan segir Örnólfur að í fáeinum bréfum öðrum sé vikið að starfsemi íslenskra banka í tilteknu landi en þá sé jafnframt fjallað um ýmis atriði önnur sem varða samvinnu Íslands og viðkomandi lands. Loks sé „í örfáum bréfum vikið að bönkunum í framhjáhlaupi og einu sinni nefnt það áhugamál fyrirsvarsmanns eins þeirra að fá William Jefferson Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til að halda ræðu á Íslandi." Í svari forsetaembættisins til rannsóknarnefndar er tekið fram að forsetinn hafi sent meira en 200 bréf á árunum 2007-2008 til erlendra þjóðarleiðtoga og sendiherra, aðallega til stuðnings framboði Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Forsetaembættið afhenti á föstudag blaðamanni afrit af bréfaskiptum embættisins við rannsóknarnefndina eftir að hafa áður synjað um afhendingu. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Sjá meira
Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, skrifaði forseta Íslands bréf 11. ágúst síðastliðinn til að óska eftir upplýsingum um og afritum af bréfaskrifum forsetans í þágu íslenskra fjármálastofnana eða fyrirsvarsmanna þeirra á árunum 2000-2008. Auk þess að spyrja almennt um bréfaskipti þessu tengt tiltók Páll fjögur bréf sem hann bað forsetann um að afhenda nefndinni ljósrit af. Þar var um að ræða bréf til Björgólfs Thors Björgólfssonar, dagsett 11. júlí 2002 og þrjú bréf til erlendra fyrirmenna; bréf frá árinu 1998 til Jiang Zemin, fyrrerandi forseta Kína, og tvö bréf frá árinu 2005, annars vegar til Alexanders krónprins og Katrínar krónprinsessu í Serbíu og hins vegar til Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu. Í svari forsetaembættisins til Páls Hreinssonar frá 27. ágúst er getið um þrettán bréf, auk þeirra fjögurra sem rannsóknarnefndin óskaði sérstaklega eftir. „Aðeins í einu tilviki hefur forseti skrifað bréf gagngert til stuðnings íslensku fjármálafyrirtæki, en það er bréf til forseta Kasakstans þar sem fjallað er um fyrirhugaða starfsemi Creditinfo Group í landinu," segir í svari Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Síðan segir Örnólfur að í fáeinum bréfum öðrum sé vikið að starfsemi íslenskra banka í tilteknu landi en þá sé jafnframt fjallað um ýmis atriði önnur sem varða samvinnu Íslands og viðkomandi lands. Loks sé „í örfáum bréfum vikið að bönkunum í framhjáhlaupi og einu sinni nefnt það áhugamál fyrirsvarsmanns eins þeirra að fá William Jefferson Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til að halda ræðu á Íslandi." Í svari forsetaembættisins til rannsóknarnefndar er tekið fram að forsetinn hafi sent meira en 200 bréf á árunum 2007-2008 til erlendra þjóðarleiðtoga og sendiherra, aðallega til stuðnings framboði Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Forsetaembættið afhenti á föstudag blaðamanni afrit af bréfaskiptum embættisins við rannsóknarnefndina eftir að hafa áður synjað um afhendingu. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Sjá meira