Fram í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2009 15:39 Rúnar Kárason verður í eldlínunni í dag. Mynd/Stefán Fram tryggði sér í dag sæti í úrslitakeppni N1-deildar karla með fjögurra marka sigri á FH, 30-26. Þar með er ljóst hvaða fjögur lið komast í úrslitakeppnina en FH þurfti að vinna leikinn í dag til að eiga möguleika á því. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Tölfræðin birtist einnig hér neðst í greininni.Leik lokið: Fram - FH 30-26 FH-ingar ósáttir við dómarana. Hefðu getað minnkað muninn í eitt. Bjarni fór inn úr horninu úr þröngri stöðu en skoraði ekki. FH-ingar vildu meina að brotið hafi verið á honum. Rúnar skoraði sitt þriðja mark í röð í kjölfarið og Fram fékk svo síðustu sóknina og skoraði úr henni.59. mínúta: Fram - FH 28-26 Fram missir boltann og FH skorar úr hraðaupphlaupi. Munurinn eitt mark og Rúnar skorar aftur. FH missir svo boltann í næstu sókn og Fram getur aukið muninn í þrjú mörk þegar ein og hálf mínúta er eftir. Mikilvægt. 57. mínúta: Fram - FH 27-25 Bjarni Fritzson skorar og minnkar muninn í tvö mörk. Rúnar Kárason svarar fyrir Fram en hann var settur í skammarkrókinn af Viggó þjálfara í seinni hálfleik. Fékk þó að koma inn aftur eftir að sóknarleikur Fram hrundi. Ásbjörn Friðriksson skorar fyrir FH og munurinn aftur tvö mörk.55. mínúta: Fram - FH 26-23 FH-ingar hefðu getað minnkað muninn í tvö mörk en nýttu ekki sókn sína. Framarar fara þó illa að ráði sínu í næstu sókn og gestirnir fá aftur boltann. 51. mínúta: Fram - FH 25-22 Framarar eru í miklum vandræðum eð sinn sóknarleik og FH er að skora mörg auðveld mörk þessa stundina. Þeim gengur hins vegar illa að stilla upp í sókn gegn vörn Framara. Munurinn þó aðeins þrjú mörk og nóg eftir.49. mínúta: Fram - FH 24-20 Nú hafa FH-ingar skorað þrjú mörk í röð og það er hlaupin smá spenna í leikinn. 44. mínúta: Fram - FH 24-17 Framarar svara með þremur mörkum í röð eftir að FH missir mann af velli.41. mínúta: Fram - FH 21-17 Nú er allt í einu allt stopp hjá Frömurum og FH-ingar ganga á lagið. Það er allt annað að sjá til varnarleiks gestanna og þá hafa auðveldu mörkin fylgt í kjölfarið.39. mínúta: Fram - FH 20-15 FH skorar fjögur mörk í röð eftir hreint skelfilegan leikkafla í sókn Framara. Daníel í FH-markinu er líka byrjaður að verja.36. mínúta: Fram - FH 19-11 Vörnin er sem fyrr öflug hjá Fram og þeir eru að sigla langt fram úr enn á ný.32. mínúta: Fram - FH 17-10 Síðari hálfleikur hafinn og Fram heldur uppteknum hætti. Magnús þegar búinn að verja tvö í síðari hálfleik.Hálfleikur: Fram - FH 16-10 Kominn hálfleikur hér í Safamýrinni og ekkert mark skorað eftir leikhléið. Framarar sýndu smá veikleikapunkta síðustu mínúturnar í hálfleiknum en ef því verður kippt í lag í hálfleik ættu heimamenn engar áhyggjur að hafa. Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 7/2 Stefán B. Stefánsson 4 Magnús Stefánsson 2 Rúnar Kárason 2 Guðmundur Hermannsson 1 Varin skot: Magnús Erlendsson 11/1Mörk FH: Örn Ingi Bjarkason 4 Jónatan Jóhannsson 2 Ólafur Gústafsson 1 Hermann Björnsson 1 Ásbjörn Friðriksson 1 Bjarni Fritzson 1Varin skot: Magnús Sigmundsson 2 Daníel Andrésson 2/1 29. mínúta: Fram - FH 16-10 Besti leikkafli FH til þessa og gestirnir ná að saxa á forskot Framara. Viggó þjálfari tekur leikhlé þegar ráðaleysi grípur um sig í sókn Fram nánast í fyrsta sinn í leiknum.24. mínúta: Fram - FH 15-7 Það er lítil spenna í þessum leik eins og er. Framarar virðast ekkert ætla að slaka á klónni.20. mínúta: Fram - FH 13-6 Framarar eru að bjóða upp á þrumusleggjur af löngu færi og sirkusmörk. Magnús heldur áfram að verja vel í marki Fram. Rúnar Kárason kom inn á eftir að hafa ekkert spilað fyrsta korterið og setti tvö mörk í röð.15. mínúta: Fram - FH 9-4 FH-ingar sýna aðeins efnilegri takta í sókninni og skora tvö í röð. Framarar gefa þó lítið eftir og halda fimm marka forystu.13. mínúta: Fram - FH 8-2 Þrjú mörk frá Fram í röð og FH-ingar taka leikhlé. Gestirnir þurfa að finna einhverjar lausnir og það hið fyrsta. Vörn Framara er búin að vera fín og Magnús í markinu búinn að taka fjóra bolta, þar af eitt víti. 10. mínúta: Fram - FH 5-2 FH-ingar komast loksins á blað og skora tvö mörk í röð. Bæði lið hafa þó klikkað á vítum en Fram kemst aftur þremur mörkum yfir þegar Jóhann Gunnar nýtir vítakast í fyrsta sinn í leiknum.6. mínúta: Fram - FH 4-0 Framarar eiga í engum vandræðum með að labba í gegnum vörn FH sem að sama skapi á engin svör við varnarleik Framara. Algjört úrræðaleysi hjá Hafnfirðingum.3. mínúta: Fram - FH 2-0 Fram byrjar vel og FH-ingar virðast eiga í erfiðleikum, bæði í vörn og sókn. 1. mínúta: Fram - FH 0-0 Leikurinn er hafinn hér í Safamýri. Fram byrjar með boltann. Ólafur Gústafsson FH-ingur strax kominn með brottvísun.15.45 Aron og Ólafur ekki með Hvorki Aron Pálmarsson né Ólafur Guðmundsson eru með liði FH í dag vegna meiðsla. Það er mikið áfall fyrir FH sem má alls ekki við því að tapa þessum leik. 15.40 Velkomin til leiks Vísir heilsar hér frá íþróttahúsinu í Safamýri. Hér fer senn að hefjast leikur Fram og FH þar sem síðarnefnda liðið freistar þess að gera atlögu að fjórða sæti deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni á kostnað Fram. Tölfræði leiksins:Fram - FH 30 - 26Mörk Fram (skot): Jóhann G. Einarsson 8/2 (10/3), Stefán B. Stefánsson 6 (7), Rúnar Kárason 5 (12), Guðmundur Hermannsson 4 (5/1), Brjánn Bjarnason 3 (4), Magnús Stefánsson 3 (6), Guðjón F. Drengsson 1 (3), Róbert Hostert (2), Haraldur Þorvarðarson (2).Varin skot: Magnús Erlendsson 19/1 (45/3, 42%)Hraðaupphlaup: 6 (Stefán B. 3, Magnús 2, Jóhann G. 1).Fiskuð víti: 4 (Jóhann Karl 2, Magnús 1, Magnús 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Benedikt Kristinsson 6 (8), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Hermann Björnsson 4 (8), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (10/2), Bjarni Fritzson 3 (11/1), Jónatan Jónsson 2 (2), Ólafur Gústafsson 2 (5), Sigurður Ágústsson 1 (1), Guðmundur Pedersen (1).Varin skot: Daníel Andrésson 8/1 (29/1, 28%), Magnús Sigmundsson 2 (11/2, 18%).Hraðaupphlaup: 10 (Benedikt 5, Örn Ingi 2, Sigurður 1, Bjarni 1, Hermann 1).Fiskuð víti: 3 (Benedikt 1, Ólafur 1, Hermann 1).Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild karla Tengdar fréttir Síðasta tækifæri FH-inga Fram og FH eigast í dag við í N1-deild karla er næstsíðasta umferð deildarinnar fer fram en allir leikirnir hefjast klukkan 16.00. 29. mars 2009 14:00 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Fram tryggði sér í dag sæti í úrslitakeppni N1-deildar karla með fjögurra marka sigri á FH, 30-26. Þar með er ljóst hvaða fjögur lið komast í úrslitakeppnina en FH þurfti að vinna leikinn í dag til að eiga möguleika á því. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Tölfræðin birtist einnig hér neðst í greininni.Leik lokið: Fram - FH 30-26 FH-ingar ósáttir við dómarana. Hefðu getað minnkað muninn í eitt. Bjarni fór inn úr horninu úr þröngri stöðu en skoraði ekki. FH-ingar vildu meina að brotið hafi verið á honum. Rúnar skoraði sitt þriðja mark í röð í kjölfarið og Fram fékk svo síðustu sóknina og skoraði úr henni.59. mínúta: Fram - FH 28-26 Fram missir boltann og FH skorar úr hraðaupphlaupi. Munurinn eitt mark og Rúnar skorar aftur. FH missir svo boltann í næstu sókn og Fram getur aukið muninn í þrjú mörk þegar ein og hálf mínúta er eftir. Mikilvægt. 57. mínúta: Fram - FH 27-25 Bjarni Fritzson skorar og minnkar muninn í tvö mörk. Rúnar Kárason svarar fyrir Fram en hann var settur í skammarkrókinn af Viggó þjálfara í seinni hálfleik. Fékk þó að koma inn aftur eftir að sóknarleikur Fram hrundi. Ásbjörn Friðriksson skorar fyrir FH og munurinn aftur tvö mörk.55. mínúta: Fram - FH 26-23 FH-ingar hefðu getað minnkað muninn í tvö mörk en nýttu ekki sókn sína. Framarar fara þó illa að ráði sínu í næstu sókn og gestirnir fá aftur boltann. 51. mínúta: Fram - FH 25-22 Framarar eru í miklum vandræðum eð sinn sóknarleik og FH er að skora mörg auðveld mörk þessa stundina. Þeim gengur hins vegar illa að stilla upp í sókn gegn vörn Framara. Munurinn þó aðeins þrjú mörk og nóg eftir.49. mínúta: Fram - FH 24-20 Nú hafa FH-ingar skorað þrjú mörk í röð og það er hlaupin smá spenna í leikinn. 44. mínúta: Fram - FH 24-17 Framarar svara með þremur mörkum í röð eftir að FH missir mann af velli.41. mínúta: Fram - FH 21-17 Nú er allt í einu allt stopp hjá Frömurum og FH-ingar ganga á lagið. Það er allt annað að sjá til varnarleiks gestanna og þá hafa auðveldu mörkin fylgt í kjölfarið.39. mínúta: Fram - FH 20-15 FH skorar fjögur mörk í röð eftir hreint skelfilegan leikkafla í sókn Framara. Daníel í FH-markinu er líka byrjaður að verja.36. mínúta: Fram - FH 19-11 Vörnin er sem fyrr öflug hjá Fram og þeir eru að sigla langt fram úr enn á ný.32. mínúta: Fram - FH 17-10 Síðari hálfleikur hafinn og Fram heldur uppteknum hætti. Magnús þegar búinn að verja tvö í síðari hálfleik.Hálfleikur: Fram - FH 16-10 Kominn hálfleikur hér í Safamýrinni og ekkert mark skorað eftir leikhléið. Framarar sýndu smá veikleikapunkta síðustu mínúturnar í hálfleiknum en ef því verður kippt í lag í hálfleik ættu heimamenn engar áhyggjur að hafa. Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 7/2 Stefán B. Stefánsson 4 Magnús Stefánsson 2 Rúnar Kárason 2 Guðmundur Hermannsson 1 Varin skot: Magnús Erlendsson 11/1Mörk FH: Örn Ingi Bjarkason 4 Jónatan Jóhannsson 2 Ólafur Gústafsson 1 Hermann Björnsson 1 Ásbjörn Friðriksson 1 Bjarni Fritzson 1Varin skot: Magnús Sigmundsson 2 Daníel Andrésson 2/1 29. mínúta: Fram - FH 16-10 Besti leikkafli FH til þessa og gestirnir ná að saxa á forskot Framara. Viggó þjálfari tekur leikhlé þegar ráðaleysi grípur um sig í sókn Fram nánast í fyrsta sinn í leiknum.24. mínúta: Fram - FH 15-7 Það er lítil spenna í þessum leik eins og er. Framarar virðast ekkert ætla að slaka á klónni.20. mínúta: Fram - FH 13-6 Framarar eru að bjóða upp á þrumusleggjur af löngu færi og sirkusmörk. Magnús heldur áfram að verja vel í marki Fram. Rúnar Kárason kom inn á eftir að hafa ekkert spilað fyrsta korterið og setti tvö mörk í röð.15. mínúta: Fram - FH 9-4 FH-ingar sýna aðeins efnilegri takta í sókninni og skora tvö í röð. Framarar gefa þó lítið eftir og halda fimm marka forystu.13. mínúta: Fram - FH 8-2 Þrjú mörk frá Fram í röð og FH-ingar taka leikhlé. Gestirnir þurfa að finna einhverjar lausnir og það hið fyrsta. Vörn Framara er búin að vera fín og Magnús í markinu búinn að taka fjóra bolta, þar af eitt víti. 10. mínúta: Fram - FH 5-2 FH-ingar komast loksins á blað og skora tvö mörk í röð. Bæði lið hafa þó klikkað á vítum en Fram kemst aftur þremur mörkum yfir þegar Jóhann Gunnar nýtir vítakast í fyrsta sinn í leiknum.6. mínúta: Fram - FH 4-0 Framarar eiga í engum vandræðum með að labba í gegnum vörn FH sem að sama skapi á engin svör við varnarleik Framara. Algjört úrræðaleysi hjá Hafnfirðingum.3. mínúta: Fram - FH 2-0 Fram byrjar vel og FH-ingar virðast eiga í erfiðleikum, bæði í vörn og sókn. 1. mínúta: Fram - FH 0-0 Leikurinn er hafinn hér í Safamýri. Fram byrjar með boltann. Ólafur Gústafsson FH-ingur strax kominn með brottvísun.15.45 Aron og Ólafur ekki með Hvorki Aron Pálmarsson né Ólafur Guðmundsson eru með liði FH í dag vegna meiðsla. Það er mikið áfall fyrir FH sem má alls ekki við því að tapa þessum leik. 15.40 Velkomin til leiks Vísir heilsar hér frá íþróttahúsinu í Safamýri. Hér fer senn að hefjast leikur Fram og FH þar sem síðarnefnda liðið freistar þess að gera atlögu að fjórða sæti deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni á kostnað Fram. Tölfræði leiksins:Fram - FH 30 - 26Mörk Fram (skot): Jóhann G. Einarsson 8/2 (10/3), Stefán B. Stefánsson 6 (7), Rúnar Kárason 5 (12), Guðmundur Hermannsson 4 (5/1), Brjánn Bjarnason 3 (4), Magnús Stefánsson 3 (6), Guðjón F. Drengsson 1 (3), Róbert Hostert (2), Haraldur Þorvarðarson (2).Varin skot: Magnús Erlendsson 19/1 (45/3, 42%)Hraðaupphlaup: 6 (Stefán B. 3, Magnús 2, Jóhann G. 1).Fiskuð víti: 4 (Jóhann Karl 2, Magnús 1, Magnús 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Benedikt Kristinsson 6 (8), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Hermann Björnsson 4 (8), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (10/2), Bjarni Fritzson 3 (11/1), Jónatan Jónsson 2 (2), Ólafur Gústafsson 2 (5), Sigurður Ágústsson 1 (1), Guðmundur Pedersen (1).Varin skot: Daníel Andrésson 8/1 (29/1, 28%), Magnús Sigmundsson 2 (11/2, 18%).Hraðaupphlaup: 10 (Benedikt 5, Örn Ingi 2, Sigurður 1, Bjarni 1, Hermann 1).Fiskuð víti: 3 (Benedikt 1, Ólafur 1, Hermann 1).Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Síðasta tækifæri FH-inga Fram og FH eigast í dag við í N1-deild karla er næstsíðasta umferð deildarinnar fer fram en allir leikirnir hefjast klukkan 16.00. 29. mars 2009 14:00 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Síðasta tækifæri FH-inga Fram og FH eigast í dag við í N1-deild karla er næstsíðasta umferð deildarinnar fer fram en allir leikirnir hefjast klukkan 16.00. 29. mars 2009 14:00