Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun AC Milan leggja fram tilboð í David Beckham upp á 11,6 milljónir evra eða 1,7 milljarða króna.
Beckham er samningsbundinn LA Galaxy í bandarísku MLS-deildinni en er nú á láni hjá AC Milan. Lánssamningurinn rennur út í byrjun mars en forráðamenn deildarinnar vilja ganga frá þessu máli ekki síðar en í dag.
Það er fullyrt að MLS og Galaxy hafi hafnað tilboði upp á fimm milljónir evra nú þegar.