Bikarmeistarar KR eru komnir í sextán liða úrslit VISA-bikars karla eftir torsóttan sigur á nágrönnum sínum í Gróttu í kvöld.
Mörg af stóru félögunum lentu í basli í kvöld en flest klóruðu þau sig út úr þeim á endanum. Nema Fjölnir sem féll úr leik gegn HK en það kemur verulega á óvart þar sem Fjölnir hefur staðið sig ótrúlega í bikarnum síðustu ár.
Frammistaða kvöldsins er þó klárlega Fylkismanna. Þeir lentu 0-3 undir gegn Stjörnunni en svöruðu því með sjö mörkum í röð og unnu 7-3. Ótrúleg frammistaða.
Úrslit kvöldsins:
Fjölnir-HK 0-2
- Þórður Birgisson, Brynjar Víðisson.
Fylkir-Stjarnan 7-3
Albert Brynjar Ingason 2, Ingimundur Níels Óskarsson 2, Halldór Hilmisson, Andrés Jóhannesson, Þórir Hannesson - Þorvaldur Árnason, Ellert Hreinsson, Andri Sigurjónsson.
Grindavík-ÍA 3-1
Gilles Mbang Ondo 3 - Andri Júlíusson.
Valur-Álftanes 3-0
Ian Jeffs, Pétur Georg Markan, Atli Sveinn Þórarinsson.
Carl-FH 0-3
Hákon Hallfreðsson, Freyr Bjarnason, Hjörtur Logi Valgarðsson.
Grótta-KR 0-2
Guðmundur Benediktsson, Óskar Örn Hauksson.
Hvöt-Breiðablik 0-2
- Guðmann Þórisson, Elfar Freyr Helgason.
ÍBV-Víkingur R. 3-2
Chris Clements, Ingi Rafn Ingibergsson, Viðar Kjartansson - Knútur Jónsson, Daníel Hjaltason.
Víðir-Þróttur 0-0
Framlenging í gangi.
KA-Afturelding 3-1
Norbert Farkas, David Ditstl 2 - Alexander Hafþórsson.
Markaskorarar fengnir frá fótbolti.net.