Skúli vill annað sætið í Reykjavík 17. febrúar 2009 18:45 Skúli Helgason býður sig fram í forystusveit Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Skúli mun sækjast eftir 4. sæti í prófkjöri flokksins sem fram fer 14. mars. Skúli hefur verið framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar undanfarin þrjú ár en hann hefur sagt starfi sínu lausu og hættir á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skúla. „Ég vil taka til hendinni og forgangsraða í þágu fjölskyldna í landinu. Ég legg mikla áherslu á að við þurfum að endurskoða uppbyggingu ríkiskerfisins. Það þarf að ráðast í víðtækar sparnaðaraðgerðir svo við höfum fjármagn til að setja í lausnir sem duga fyrir heimilin og fyrirtækin. Við þurfum að endurskoða fjárlagagerðina frá grunni, hagræða eða leggja niður verkefni sem ekki fela í sér nauðsynlega þjónustu við almenning til að skapa svigrúm fyrir velferðarþjónustuna, atvinnusköpun og menntamál," segir Skúli í tilkynningunni. Hann segir yfirstjórn ríkisins og þingið eiga að ganga á undan í sparnaðaraðgerðum með góðu fordæmi. Það megi fækka ráðuneytum, leggja niður kerfi aðstoðarmanna þingmanna, draga úr risnu- og ferðakostnaði, lækka verulega kostnað vegna nefnda og draga verulega úr launakostnaði æðstu stjórnenda ríkisins, t.d. með sameiningu stofnana. „Það er forgangsmál að fjölskyldurnar í landinu verði ekki gjaldþrota og að við náum að draga úr atvinnuleysi. Við þurfum að finna leiðir til að létta skuldabyrði heimila sem eru með verðtryggð og gengistryggð húsnæðislán. Það mun kosta verulegt fé og þess vegna vil ég að við tökum öll höndum saman, stjórnmálamenn, starfsmenn ríkisins, félagasamtök og almenningur og finnum leiðir til að spara á öllum sviðum ríkisrekstrarins. Nú verðum við að bretta upp ermar og nota peningana í það sem skiptir mestu máli- fólkið í landinu," segir Skúli Helgason. Skúli leggur mikla áherslu á Evrópumál og telur að komandi kosningar muni ekki síst snúast um afstöðuna til Evrópusambandins. Aðild að Evrópusambandinu er lykillinn að því að færa þjóðinni efnahagslegan stöðugleika eftir hrun fjármálakerfisins og vísar veginn til betri lífskjara. Atvinnumálin þurfa að fá sérstakan forgang á næstu misserum: takmarkið ætti að vera að skapa þúsundir nýrra starfa í fjölbreyttum geirum atvinnulífsins, með því að ýta undir nýsköpun, vistvænan iðnað, hátækni og skýra forgangsröðun í samgöngumálum, þar sem höfuðborgarsvæðinu verði gert hærra undir höfði. Kosningar 2009 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Skúli Helgason býður sig fram í forystusveit Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Skúli mun sækjast eftir 4. sæti í prófkjöri flokksins sem fram fer 14. mars. Skúli hefur verið framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar undanfarin þrjú ár en hann hefur sagt starfi sínu lausu og hættir á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skúla. „Ég vil taka til hendinni og forgangsraða í þágu fjölskyldna í landinu. Ég legg mikla áherslu á að við þurfum að endurskoða uppbyggingu ríkiskerfisins. Það þarf að ráðast í víðtækar sparnaðaraðgerðir svo við höfum fjármagn til að setja í lausnir sem duga fyrir heimilin og fyrirtækin. Við þurfum að endurskoða fjárlagagerðina frá grunni, hagræða eða leggja niður verkefni sem ekki fela í sér nauðsynlega þjónustu við almenning til að skapa svigrúm fyrir velferðarþjónustuna, atvinnusköpun og menntamál," segir Skúli í tilkynningunni. Hann segir yfirstjórn ríkisins og þingið eiga að ganga á undan í sparnaðaraðgerðum með góðu fordæmi. Það megi fækka ráðuneytum, leggja niður kerfi aðstoðarmanna þingmanna, draga úr risnu- og ferðakostnaði, lækka verulega kostnað vegna nefnda og draga verulega úr launakostnaði æðstu stjórnenda ríkisins, t.d. með sameiningu stofnana. „Það er forgangsmál að fjölskyldurnar í landinu verði ekki gjaldþrota og að við náum að draga úr atvinnuleysi. Við þurfum að finna leiðir til að létta skuldabyrði heimila sem eru með verðtryggð og gengistryggð húsnæðislán. Það mun kosta verulegt fé og þess vegna vil ég að við tökum öll höndum saman, stjórnmálamenn, starfsmenn ríkisins, félagasamtök og almenningur og finnum leiðir til að spara á öllum sviðum ríkisrekstrarins. Nú verðum við að bretta upp ermar og nota peningana í það sem skiptir mestu máli- fólkið í landinu," segir Skúli Helgason. Skúli leggur mikla áherslu á Evrópumál og telur að komandi kosningar muni ekki síst snúast um afstöðuna til Evrópusambandins. Aðild að Evrópusambandinu er lykillinn að því að færa þjóðinni efnahagslegan stöðugleika eftir hrun fjármálakerfisins og vísar veginn til betri lífskjara. Atvinnumálin þurfa að fá sérstakan forgang á næstu misserum: takmarkið ætti að vera að skapa þúsundir nýrra starfa í fjölbreyttum geirum atvinnulífsins, með því að ýta undir nýsköpun, vistvænan iðnað, hátækni og skýra forgangsröðun í samgöngumálum, þar sem höfuðborgarsvæðinu verði gert hærra undir höfði.
Kosningar 2009 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira