Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem mætir Espanyol í fjórðungsúrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld. Þetta er fyrri viðureign liðanna og fer fram á heimavelli Espanyol.
Eiður Smári er á miðjunni ásamt þeim Sergio Busquets og Seydou Keita. Þeir Alexander Hleb, Andres Iniesta og Bojan Krkic eru í fremstu víglínu.
Alls gerir Pep Guardiola níu breytingar á byrjunarliði Barcelona sem vann 5-0 sigur á Deportivo um síðustu helgi í spænsku deildinni. Þeir sem halda sæti sínu í liðinu eru Carles Puyol og Seydou Keita.
Leikurinn hefst klukkan 21.00.