Að vinna sig út úr kreppu Ögmundur Jónasson skrifar 21. desember 2009 06:00 Umræða um fjárlög er á lokastigi á Alþingi. Hún hefur verið málefnaleg og hafa dregist upp skýrar línur. Hugmyndir stjórnarandstöðuStjórnarandstaðan hefur varað við skattlagningaráformum stjórnarmeirihlutans og dregið upp rannsóknarskýrslur sem benda til þess að óráðlegt sé að reyna að „skattleggja sig út úr kreppu". Einmitt það er okkur í stjórnarmeirihluta borið á brýn að ætla að reyna að gera. Stjórnarandstaðan segir að leggja eigi allt kapp á að örva atvinnulífið. Með því móti sé stuðlað að aukinni verðmætasköpun, skattstofnarnir styrkist og þjóðfélagið verði þar með betur í stakk búið að takast á við hvers kyns vanda í framtíðinni. Að því marki sem við séum nauðbeygð til að skattleggja væri ráð að leita til lífeyrissjóðanna og fá frá þeim nú þær skatttekjur sem ella féllu til í framtíðinni þegar fólk fer á lífeyri. Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru sem kunnugt er skattlagðar einsog hverjar aðrar tekjur en þessar hugmyndir ganga út á að lífeyrissjóðirnir greiði þetta skattfé fyrirfram í ljósi erfiðra aðstæðna. Mismunandi áherslur hafa komið fram innan stjórnarandstöðunnar hvað varðar niðurskurð útgjalda. Sumir vilja skera meira niður en fyrirhugað er að gera, aðrir vara við slíku, telja jafnvel of mikið skorið niður. Þörf á fyrirhyggjuUndir sitthvað af þessu er auðvelt að taka. Miklar skattbyrðar geta hægt á gangverki efnahagslífsins, dregið úr neyslu sem síðan getur haft keðjuverkandi áhrif og leitt til aukins atvinnuleysis. Sömu áhrif hefur mikill niðurskurður í útgjöldum ríkisins. Hann getur leitt til uppsagna starfsfólks og þar með aukins atvinnuleysis að því ógleymdu að við slíkar aðstæður þarf að draga úr þjónustu velferðarkerfisins, nokkuð sem er sérstaklega bagalegt á samdráttartímum. Einmitt þá er þörf á þéttriðnu öryggisneti velferðarþjónustunnar. En hvað er til ráða? Ríkissjóður hefur orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi af völdum hrunsins. Þess vegna myndast meiri halli á ríkissjóði en dæmi eru um í síðari tíma sögu. Ein leið út úr vandanum er að taka lán til að fjármagna hallann og freista þess að bíða af sér þessa óáran - vona að Eyjólfur hressist svo rækilega að hann afkasti í framtíðinni sem aldrei fyrr. Hér er að tvennu að hyggja. Í fyrsta lagi eru lántökur mjög kostnaðarsamar. Kostnaður af lánum ríkisins er þegar um hundrað milljarðar. Eftir því sem við aukum lántökurnar þeim mun þyngri verða vaxtabyrðarnar. Hitt atriðið varðar framtíðina. Gagnvart henni þurfum við að sýna fyrirhyggju. Hættan við lántökuhugmyndir stjórnarandstöðunnar (sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur stefnu hennar þótt það sé ekki viðurkennt) og skattahugmyndir Sjálfstæðismanna, er sú, að við gætum gert okkur erfitt fyrir síðar meir. Í framtíðinni bíða okkar frekari skuldbindingar auk þess sem vitað er að þjóðin eldist, sem aftur veldur því að dýrara verður að reka samfélagið þegar fram líða stundir. Auknar lántökur nú gætu því komið okkur í koll og þá ekki síður hitt að hafa freistast til að taka skattinn út fyrirfram. Okkar stefnaRíkisstjórn VG og Samfylkingar hefur valið þá leið að reyna að fara bil beggja við þessar aðstæður - feta eins konar milliveg. Á þessu ári er hallinn á ríkissjóði um eitt hundrað og sextíu milljarðar. Á næsta ári má gera ráð fyrir að hann verði um eitt hundrað milljarðar. Þetta er umtalsverður halli en ástæðan fyrir honum er að sjálfsögðu sú, að við viljum komast hjá meiri niðurskurði og skattlagningu en raunin verður á. Við gerum okkur grein fyrir því að langt er gengið í hvoru tveggja, niðurskurðinum og skattlagningunni, og hefur því margoft verið lýst yfir af okkar hálfu að þessi mál verði að vera í stöðugri endurskoðun. Hitt er svo annað mál að þótt kreppan sé okkur erfið er ýmis sóknarfæri að finna. Kreppan á að verða okkur hvatning til endurnýjunar og endursköpunar; til að leita leiða við að framkvæma á markvissari hátt en áður, innan sem utan opinberrar þjónustu. Þetta kallar á víðtæka samvinnu í stofnunum og fyrirtækjum en mun skila árangri ef vel tekst til. Markaðslögmálin dugðu ekki betur en svo að þau settu samfélag okkar á hliðina. Hið sama gildir um gömlu tilskipanaúrræðin. Nú þarf að virkja frumkvæði og dómgreind hvers og eins. Það er samvinnan sem blífur. Félagslegt réttlæti og samvinna eru þau tæki og tól sem best nýtast til að vinna okkur út úr kreppunni. Ef vel er á haldið mun það takast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um fjárlög er á lokastigi á Alþingi. Hún hefur verið málefnaleg og hafa dregist upp skýrar línur. Hugmyndir stjórnarandstöðuStjórnarandstaðan hefur varað við skattlagningaráformum stjórnarmeirihlutans og dregið upp rannsóknarskýrslur sem benda til þess að óráðlegt sé að reyna að „skattleggja sig út úr kreppu". Einmitt það er okkur í stjórnarmeirihluta borið á brýn að ætla að reyna að gera. Stjórnarandstaðan segir að leggja eigi allt kapp á að örva atvinnulífið. Með því móti sé stuðlað að aukinni verðmætasköpun, skattstofnarnir styrkist og þjóðfélagið verði þar með betur í stakk búið að takast á við hvers kyns vanda í framtíðinni. Að því marki sem við séum nauðbeygð til að skattleggja væri ráð að leita til lífeyrissjóðanna og fá frá þeim nú þær skatttekjur sem ella féllu til í framtíðinni þegar fólk fer á lífeyri. Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru sem kunnugt er skattlagðar einsog hverjar aðrar tekjur en þessar hugmyndir ganga út á að lífeyrissjóðirnir greiði þetta skattfé fyrirfram í ljósi erfiðra aðstæðna. Mismunandi áherslur hafa komið fram innan stjórnarandstöðunnar hvað varðar niðurskurð útgjalda. Sumir vilja skera meira niður en fyrirhugað er að gera, aðrir vara við slíku, telja jafnvel of mikið skorið niður. Þörf á fyrirhyggjuUndir sitthvað af þessu er auðvelt að taka. Miklar skattbyrðar geta hægt á gangverki efnahagslífsins, dregið úr neyslu sem síðan getur haft keðjuverkandi áhrif og leitt til aukins atvinnuleysis. Sömu áhrif hefur mikill niðurskurður í útgjöldum ríkisins. Hann getur leitt til uppsagna starfsfólks og þar með aukins atvinnuleysis að því ógleymdu að við slíkar aðstæður þarf að draga úr þjónustu velferðarkerfisins, nokkuð sem er sérstaklega bagalegt á samdráttartímum. Einmitt þá er þörf á þéttriðnu öryggisneti velferðarþjónustunnar. En hvað er til ráða? Ríkissjóður hefur orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi af völdum hrunsins. Þess vegna myndast meiri halli á ríkissjóði en dæmi eru um í síðari tíma sögu. Ein leið út úr vandanum er að taka lán til að fjármagna hallann og freista þess að bíða af sér þessa óáran - vona að Eyjólfur hressist svo rækilega að hann afkasti í framtíðinni sem aldrei fyrr. Hér er að tvennu að hyggja. Í fyrsta lagi eru lántökur mjög kostnaðarsamar. Kostnaður af lánum ríkisins er þegar um hundrað milljarðar. Eftir því sem við aukum lántökurnar þeim mun þyngri verða vaxtabyrðarnar. Hitt atriðið varðar framtíðina. Gagnvart henni þurfum við að sýna fyrirhyggju. Hættan við lántökuhugmyndir stjórnarandstöðunnar (sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur stefnu hennar þótt það sé ekki viðurkennt) og skattahugmyndir Sjálfstæðismanna, er sú, að við gætum gert okkur erfitt fyrir síðar meir. Í framtíðinni bíða okkar frekari skuldbindingar auk þess sem vitað er að þjóðin eldist, sem aftur veldur því að dýrara verður að reka samfélagið þegar fram líða stundir. Auknar lántökur nú gætu því komið okkur í koll og þá ekki síður hitt að hafa freistast til að taka skattinn út fyrirfram. Okkar stefnaRíkisstjórn VG og Samfylkingar hefur valið þá leið að reyna að fara bil beggja við þessar aðstæður - feta eins konar milliveg. Á þessu ári er hallinn á ríkissjóði um eitt hundrað og sextíu milljarðar. Á næsta ári má gera ráð fyrir að hann verði um eitt hundrað milljarðar. Þetta er umtalsverður halli en ástæðan fyrir honum er að sjálfsögðu sú, að við viljum komast hjá meiri niðurskurði og skattlagningu en raunin verður á. Við gerum okkur grein fyrir því að langt er gengið í hvoru tveggja, niðurskurðinum og skattlagningunni, og hefur því margoft verið lýst yfir af okkar hálfu að þessi mál verði að vera í stöðugri endurskoðun. Hitt er svo annað mál að þótt kreppan sé okkur erfið er ýmis sóknarfæri að finna. Kreppan á að verða okkur hvatning til endurnýjunar og endursköpunar; til að leita leiða við að framkvæma á markvissari hátt en áður, innan sem utan opinberrar þjónustu. Þetta kallar á víðtæka samvinnu í stofnunum og fyrirtækjum en mun skila árangri ef vel tekst til. Markaðslögmálin dugðu ekki betur en svo að þau settu samfélag okkar á hliðina. Hið sama gildir um gömlu tilskipanaúrræðin. Nú þarf að virkja frumkvæði og dómgreind hvers og eins. Það er samvinnan sem blífur. Félagslegt réttlæti og samvinna eru þau tæki og tól sem best nýtast til að vinna okkur út úr kreppunni. Ef vel er á haldið mun það takast.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar