Það þykir nokkuð ljóst að Brasilíumaðurinn Felipe Melo mun ekki fara til Arsenal þar sem hann hefur framlengt samning sinn við Fiorentina til loka tímabilsins 2013.
Gilberto Silva, félagi Melo í brasilíska landsliðinu og fyrrum leikmaður Arsenal, sagði við enska fjölmiðla í gær að hann hefði ráðlagt Melo að ganga til liðs við Arsenal ef hann vildi fara frá Fiorentina.
Tilkynnt var á heimasíðu Fiorentina í morgun um nýja samninginn. Líklegt þykir að samkvæmt honum þurfi önnur lið að borga minnst 20 milljónir evra til að losa hann undan samningnum.
Hann hafði verið orðaður við Inter, Real Madrid, Barcelona auk Barcelona.
Melo ekki til Arsenal
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn


Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn



