Best geymda leyndarmálið 11. desember 2009 06:00 Ríkisstjórn Íslands tekur ekki sameiginlegar ákvarðanir. Hún er ekki fjölskipað stjórnvald, eins og það heitir á lagamáli. Ég er ekki frá því að þessi staðreynd sé eitt best geymda leyndarmál íslenskrar stjórnskipunar. Þetta þýðir að hver ráðherra ber sín mál – oftast án undanfarandi kynningar – inn á fund ríkisstjórnar og fær þau samþykkt umorðalaust. Á þessu eru undantekningar, t.d. getur annar ráðherra beitt neitunarvaldi, eða mál eru af þeirri stærð að formenn stjórnarflokkanna þurfi að véla um þau. Hefðin kennir að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skipti sér sem minnst af ábyrgðarsviði kollega sinna, nema þau skarist með einhverjum hætti. Ég fæ ekki séð að það hafi breyst mikið á liðnum mánuðum. Hrunið afhjúpaði margs konar veikleika í efnahags- og stjórnmálalífi landsmanna. Stjórnarráðið er þar engin undantekning. Innbyggðir veikleikar opinberrar stjórnsýslu eru margir. Í kringum hvert ráðuneyti hafa í gegnum tíðina risið ókleifir varnargarðar og náin samvinna þvert á ráðuneyti verið að sama skapi seinleg og erfið. Það kom berlega í ljós þegar mest á reyndi haustið 2008. Ég er þeirrar skoðunar að nú sé rétti tíminn til að leggja yfirvegað mat á það hvort ríkisstjórn Íslands skuli verða fjölskipað stjórnvald, eins og sveitarstjórnir þessa lands. Af sjálfu leiðir að vinnubrögð og upplýsingagjöf batnar við ríkisstjórnarborðið. Þá bera allir ráðherrar í raun sameiginlega ábyrgð á ákvörðunum ríkisstjórnarinnar og eiga að vera upplýstir um þýðingu þeirra. Þannig er það víða í öðrum löndum og ekki að ástæðulausu. Það er því fagnaðarefni að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi ýtt úr vör vinnu nefndar sem mun m.a. skoða verkaskiptingu og vinnulag innan stjórnarráðsins og hvort gera eigi róttækar breytingar á opinberri stjórnsýslu. Ekki er vanþörf á. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands tekur ekki sameiginlegar ákvarðanir. Hún er ekki fjölskipað stjórnvald, eins og það heitir á lagamáli. Ég er ekki frá því að þessi staðreynd sé eitt best geymda leyndarmál íslenskrar stjórnskipunar. Þetta þýðir að hver ráðherra ber sín mál – oftast án undanfarandi kynningar – inn á fund ríkisstjórnar og fær þau samþykkt umorðalaust. Á þessu eru undantekningar, t.d. getur annar ráðherra beitt neitunarvaldi, eða mál eru af þeirri stærð að formenn stjórnarflokkanna þurfi að véla um þau. Hefðin kennir að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skipti sér sem minnst af ábyrgðarsviði kollega sinna, nema þau skarist með einhverjum hætti. Ég fæ ekki séð að það hafi breyst mikið á liðnum mánuðum. Hrunið afhjúpaði margs konar veikleika í efnahags- og stjórnmálalífi landsmanna. Stjórnarráðið er þar engin undantekning. Innbyggðir veikleikar opinberrar stjórnsýslu eru margir. Í kringum hvert ráðuneyti hafa í gegnum tíðina risið ókleifir varnargarðar og náin samvinna þvert á ráðuneyti verið að sama skapi seinleg og erfið. Það kom berlega í ljós þegar mest á reyndi haustið 2008. Ég er þeirrar skoðunar að nú sé rétti tíminn til að leggja yfirvegað mat á það hvort ríkisstjórn Íslands skuli verða fjölskipað stjórnvald, eins og sveitarstjórnir þessa lands. Af sjálfu leiðir að vinnubrögð og upplýsingagjöf batnar við ríkisstjórnarborðið. Þá bera allir ráðherrar í raun sameiginlega ábyrgð á ákvörðunum ríkisstjórnarinnar og eiga að vera upplýstir um þýðingu þeirra. Þannig er það víða í öðrum löndum og ekki að ástæðulausu. Það er því fagnaðarefni að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi ýtt úr vör vinnu nefndar sem mun m.a. skoða verkaskiptingu og vinnulag innan stjórnarráðsins og hvort gera eigi róttækar breytingar á opinberri stjórnsýslu. Ekki er vanþörf á. Höfundur er þingmaður.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun