Atli Rúnar Steinþórsson, fyrirliði Gróttu, átti fínan leik fyrir sína menn í gær en var eðlilega svekktur að hafa tapað fyrir æskufélögunum í Val.
„Það var gaman að mæta strákunum og þeir voru djöfull erfiðir í dag," sagði Atli Rúnar en hvernig útskýrir hann þessa hrikalega lélegu byrjun hjá hans mönnum?
„Menn voru bara engan veginn tilbúnir í upphafi. Menn voru greinilega allt of stressaðir. Svo kom vörnin í gang og Bubbi fór að verja. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin en þetta er það sem einkennir okkar leik. Menn eru stoltir af því að vera fyrsta 1. Deildarliðið til að komast í úrslit en það er samt mjög svekkjandi að tapa þessu."