Benedikt vill forystusæti í Norðausturkjördæmi 19. febrúar 2009 13:37 Benedikt Sigurðsson. Benedikt telur að virkni hins almenna kjósanda í umræðunni síðustu mánuðina beri að túlka sem ákall eftir lýðræðisumbótum og að vaxandi þungi virðist vera í kröfunni um að stjórnmálamenn axli ábyrgð. Samfylkingin sé lýðræðislegur jafnaðarmannaflokkur og eigi ótvírætt að vera í fararbroddi siðbótar íslenskra stjórnmála. Því sé opið prófkjör hjá Samfylkingunni í kjördæminu sjálfsögð tilraun til að bjóða áhugafólki um félagshyggju og samfélagslegt réttlæti að taka þátt í endurnýjun forystusveitar flokksins í kjördæminu.Aðgerðir fyrir heimilin Benedikt segist hafa sérstaklega beitt sér í umræðunni um rekstrarskilyrði heimilanna og afleiðingar kreppuhrunsins fyrir fyrirtækin og heimilin. „Það er algert forgangsmál að koma til móts við yngri fjölskyldurnar, sem fjárfest hafa í góðri trú. Skilvirkasta leiðin og sú sem kemur flestum fjölskyldum til góða er að færa niður höfuðstól lánanna sem nemur því yfirskoti sem vístala neysluverðs hefur bætt við höfuðstólinn frá 1. mars 2008. Jafnframt þarf að gera upp gengistryggð lán með samningsgengi. Þetta er óhjákvæmilegt að gera þar sem forsendur fyrir samningum almennra lántakenda við fjármálafyrirtækin hafa algerlega brostið. Bæði brugðust stjórnvöld skyldu sinni um að varðveita stöðugleika og fram hefur komið að viðskiptabankarnir markaðssettu lán með villandi hætti, í ljósi þess að þeir stunduðu á sama tíma áhættu, sem að lokum felldi allt fjármálakerfi okkar."Aðild að ESB Benedikt telur knýjandi að leita samninga við ESB og vill óska flýtiaðgangs að tengingu við evru eða fulla aðild að myntbandalaginu. „Það er hins vegar algerlega lífsnauðsynlegt fyrir atvinnureksturinn í landinu að keyra stýrivextina niður í 4-5% með miklum hraði. Jafnframt verðum við að afnema verðtryggingu og gera víðtækan sáttmála um að leggja verðbólguna að velli. Stöðugleiki gæti skapast mjög fljótt ef framtíðarsýnin er skýr og byggð á breiðu samkomulagi aðila í stjórnmálum og á vinnumarkaði." Kosningar 2009 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Benedikt telur að virkni hins almenna kjósanda í umræðunni síðustu mánuðina beri að túlka sem ákall eftir lýðræðisumbótum og að vaxandi þungi virðist vera í kröfunni um að stjórnmálamenn axli ábyrgð. Samfylkingin sé lýðræðislegur jafnaðarmannaflokkur og eigi ótvírætt að vera í fararbroddi siðbótar íslenskra stjórnmála. Því sé opið prófkjör hjá Samfylkingunni í kjördæminu sjálfsögð tilraun til að bjóða áhugafólki um félagshyggju og samfélagslegt réttlæti að taka þátt í endurnýjun forystusveitar flokksins í kjördæminu.Aðgerðir fyrir heimilin Benedikt segist hafa sérstaklega beitt sér í umræðunni um rekstrarskilyrði heimilanna og afleiðingar kreppuhrunsins fyrir fyrirtækin og heimilin. „Það er algert forgangsmál að koma til móts við yngri fjölskyldurnar, sem fjárfest hafa í góðri trú. Skilvirkasta leiðin og sú sem kemur flestum fjölskyldum til góða er að færa niður höfuðstól lánanna sem nemur því yfirskoti sem vístala neysluverðs hefur bætt við höfuðstólinn frá 1. mars 2008. Jafnframt þarf að gera upp gengistryggð lán með samningsgengi. Þetta er óhjákvæmilegt að gera þar sem forsendur fyrir samningum almennra lántakenda við fjármálafyrirtækin hafa algerlega brostið. Bæði brugðust stjórnvöld skyldu sinni um að varðveita stöðugleika og fram hefur komið að viðskiptabankarnir markaðssettu lán með villandi hætti, í ljósi þess að þeir stunduðu á sama tíma áhættu, sem að lokum felldi allt fjármálakerfi okkar."Aðild að ESB Benedikt telur knýjandi að leita samninga við ESB og vill óska flýtiaðgangs að tengingu við evru eða fulla aðild að myntbandalaginu. „Það er hins vegar algerlega lífsnauðsynlegt fyrir atvinnureksturinn í landinu að keyra stýrivextina niður í 4-5% með miklum hraði. Jafnframt verðum við að afnema verðtryggingu og gera víðtækan sáttmála um að leggja verðbólguna að velli. Stöðugleiki gæti skapast mjög fljótt ef framtíðarsýnin er skýr og byggð á breiðu samkomulagi aðila í stjórnmálum og á vinnumarkaði."
Kosningar 2009 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira