Fram er komið í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta eftir 30-30 jafntefli á móti FIQAS Aalsmeer í seinni leik liðanna sem fram fór í Framhúsinu í Safamýri í dag. Fram vann fyrri leikinn með sjö marka mun og mætir Tatran Presov frá Slóvakíu í næstu umferð.
Andri Berg Haraldsson var markahæstur hjá Fram með 9 mörk, Halldór Jóhann Sigfússon skoraði 6 og þeir Stefán Baldvin Stefánsson og Magnús Stefánsson gerðu 5 mörk hvor.
Andri Berg er greinilega allur að koma til eftir meiðsli en hann skoraði fimm mörk í fyrri leiknum.