LeBron James sá um Boston 10. janúar 2009 12:55 LeBron James var óstöðvandi í nótt AP LeBron James fór á kostum í nótt þegar lið hans Cleveland festi sig í sessi sem topplið Austurdeildarinnar með því að leggja Boston á sannfærandi hátt 98-83 á heimavelli. James skoraði 38 stig fyrir Cleveland sem hefur unnið alla 19 heimaleiki sína til þessa á leiktíðinni og raunar sjö sigra í röð á Boston á heimavelli sínum. Boston hefur ekki lagt Cleveland á útivelli síðan árið 2004. LeBron James hefur skorað 30,3 stig að meðaltali í leik gegn Boston á ferlinum og er það hæsta meðaltal leikmanns gegn þessu fornfræga liði á eftir Michael Jordan (30,7). Kevin Garnett var atkvæðamestur hjá Boston með 18 stig og 15 fráköst, en ljóst er að meistararnir eru í miklu óstuði þessa dagana og hafa tapað sjö af síðustu níu leikjum sínum. Bryant skoraði sigurkörfu Lakers LA Lakers hefur besta árangur allra liða í deildinni ásamt Cleveland og í nótt vann liðið nauman sigur á Indiana á heimavelli 121-119. Kobe Bryant átti stórkostlegan leik fyrir Lakers. Skoraði 36 stig, gaf 13 stoðsendingar og hirti 7 fráköst - og skoraði sigurkörfu Lakers þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Danny Granger skoraði 28 stig fyrir Indiana. Denver tók á móti Detroit þar sem þeir Chauncey Billups og Allen Iverson mættu sínum gömlu félögum. Billups skoraði 30 stig fyrir Denver sem var yfir nær allan leikinn, en Detroit stal sigrinum 93-90. Iverson skoraði megnið af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum, en Detroit var án Rasheed Wallace í leiknum og Denver án Carmelo Anthony. Þá vann Phoenix góðan sigur á Dallas 128-100 á heimavelli sínum. Shaquille O´Neal skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix, Jason Richardson var með 21 stig og Leandro Barbosa 20. Dirk Nowitzki skoraði 19 stig fyrir Dallas. Úrslitin í nótt: Philadelphia 93-87 Charlotte Bobcats Sacramento 115-119 Miami Heat New Orleans 107-80 LA Clippers Milwaukee 104-102 New Jersey Nets Cleveland Cavs 98-83 Boston Celtics Toronto 103-82 Memphis Grizzlies LA Lakers 121-119 Indiana Pacers Chicago Bulls 98-86 Washington Wizards Phoenix Suns 128-100 Dallas Mavericks Denver Nuggets 90-93 Detroit Pistons Oklahoma City 96-98 Houston Rockets Orlando Magic 121-87 Atlanta Hawks NBA Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
LeBron James fór á kostum í nótt þegar lið hans Cleveland festi sig í sessi sem topplið Austurdeildarinnar með því að leggja Boston á sannfærandi hátt 98-83 á heimavelli. James skoraði 38 stig fyrir Cleveland sem hefur unnið alla 19 heimaleiki sína til þessa á leiktíðinni og raunar sjö sigra í röð á Boston á heimavelli sínum. Boston hefur ekki lagt Cleveland á útivelli síðan árið 2004. LeBron James hefur skorað 30,3 stig að meðaltali í leik gegn Boston á ferlinum og er það hæsta meðaltal leikmanns gegn þessu fornfræga liði á eftir Michael Jordan (30,7). Kevin Garnett var atkvæðamestur hjá Boston með 18 stig og 15 fráköst, en ljóst er að meistararnir eru í miklu óstuði þessa dagana og hafa tapað sjö af síðustu níu leikjum sínum. Bryant skoraði sigurkörfu Lakers LA Lakers hefur besta árangur allra liða í deildinni ásamt Cleveland og í nótt vann liðið nauman sigur á Indiana á heimavelli 121-119. Kobe Bryant átti stórkostlegan leik fyrir Lakers. Skoraði 36 stig, gaf 13 stoðsendingar og hirti 7 fráköst - og skoraði sigurkörfu Lakers þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Danny Granger skoraði 28 stig fyrir Indiana. Denver tók á móti Detroit þar sem þeir Chauncey Billups og Allen Iverson mættu sínum gömlu félögum. Billups skoraði 30 stig fyrir Denver sem var yfir nær allan leikinn, en Detroit stal sigrinum 93-90. Iverson skoraði megnið af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum, en Detroit var án Rasheed Wallace í leiknum og Denver án Carmelo Anthony. Þá vann Phoenix góðan sigur á Dallas 128-100 á heimavelli sínum. Shaquille O´Neal skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix, Jason Richardson var með 21 stig og Leandro Barbosa 20. Dirk Nowitzki skoraði 19 stig fyrir Dallas. Úrslitin í nótt: Philadelphia 93-87 Charlotte Bobcats Sacramento 115-119 Miami Heat New Orleans 107-80 LA Clippers Milwaukee 104-102 New Jersey Nets Cleveland Cavs 98-83 Boston Celtics Toronto 103-82 Memphis Grizzlies LA Lakers 121-119 Indiana Pacers Chicago Bulls 98-86 Washington Wizards Phoenix Suns 128-100 Dallas Mavericks Denver Nuggets 90-93 Detroit Pistons Oklahoma City 96-98 Houston Rockets Orlando Magic 121-87 Atlanta Hawks
NBA Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira