Real Madrid kom sér upp í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 1-0 sigri á Villarreal í dag.
Það var Arjen Robben sem tryggði Real sigurinn með glæsilegu marki. Hann lék á nokkra varnarmenn Villarreal áður en hann þrumaði knettinum í efra markhornið fjær.
Bæði lið voru með 29 stig fyrir leikinn en Villarreal er í sjötta sæti deildarinnar. Barcelona er þó enn langefst í deildinni.
Valencia vann í gær 3-1 sigur á Atletico Madrid og er í öðru sæti deildarinnar, ellefu stigum á eftir Barcelona. Sevilla getur endurheimt annað sætið í kvöld með sigri á Osasuna.
Úrslitin á Spáni í dag:
Almeria - Beits 1-0
Athletic - Espanyol 1-1
Malaga - Sporting Gijon 1-0
Real Madrid - Valencia 1-0
Recreativo - Numancia 3-1
Valladolid - Racing 0-1
Sevilla - Osasuna 0-0
Robben tryggði Real sigur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn





