Handbolti

Atli: Börðumst fyrir þessu stigi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Atli Hilmarsson.
Atli Hilmarsson.

„Eins og komið var þá verð ég að vera sáttur við þetta stig," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 24-24 jafnteflið við Val í N1-deild kvenna í kvöld.

„Mér finnst mjög gott að hafa náð stigi með Berglindi á móti sér í þessum ham," sagði Atli og er þá að tala um Berglindi Hansdóttur í marki Vals sem varði 24 skot í kvöld.

„Þetta leit ekki vel út í seinni hálfleiknum en mitt lið barðist fyrir þessu stigi og ánægjulegt að það tókst að ná í það. Þetta var ekki einn af okkar betri leikjum. Í fyrri hálfleik fengum við tækifæri til að fara lengra fram úr þeim en í staðinn lentum við tveimur mörkum undir í hálfleik."


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Toppliðin skiptu stigunum á milli sín

Valur tapaði sínum fyrsta stigi í N1-deild kvenna þegar liðið gerði jafntefli 24-24 við Stjörnuna í toppslag kvöldsins. Elísabet Gunnarsdóttir skoraði síðasta mark leiksins og jafnaði fyrir Stjörnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×