Jose Mourinho, þjálfari Inter, óttast ekki að missa starfið sitt sem þjálfari ítölsku meistarana en Portúgalinn hefur átti í erfiðum samskiptum við ítalska fjölmiðla á þessu tímabili.
Mourinho hefur mátt þola harða gangrýni á sig á þessu tímabili þó að Inter sé með átta stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar og komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.
„Ég hef engar áhyggjur en ég veit að starfið mitt er alltaf í hættu því það vilja margir þjálfa lið eins og Inter," sagði Jose Mourinho við Publico-blaðið í Portúgal.
Jose Mourinho segir líf sitt snúast um fótbolta og að það muni ekkert breytast í framtíðinni hvernig sem tími hans hjá Inter muni enda. „Ég mun lifa í fótbolta og deyja í fótbolta," sagði Jose Mourinho.