Nú er verið að gera allt klárt í Laugardalshöllinni fyrir úrslitaleik karla í Eimskipsbikarnum en þar mætast Valur og Grótta. Leikurinn hefst klukkan 16.00
Gamli landsliðsfyrirliðinn Dagur Sigurðsson er í leikmannahópi Vals sem vekur nokkra athygli.
Dagur spilaði nokkrar mínútur með Val á dögunum en hann hefur verið að æfa með liðinu um hríð.
Verður áhugavert að sjá hvort hann fær að spila eitthvað í dag.