Það er gríðarleg sigling á meisturum LA Lakers í NBA-deildinni þessa dagana. Liðið rúllaði yfir Utah í fjórða leikhluta í nótt og vann um leið sinn tíunda leik í röð. Lakers er nú 17-3.
Leikurinn var í járnum fyrstu þrjá leikhlutana en yfirburðir Lakers í lokaleikhlutanum voru ótrúlegir. Lakers skoraði 20 stig í röð og vann lokaleikhlutann 28-6 takk fyrir.
Hittni Jazz í fjórða leikhluta var skiljanlega skelfileg en liðið klúðraði 15 af 17 skotum sínum.
Kobe Bryant var stigahæstur allra með 27 stig og hitti úr 10 af 19 skotum sínum.
Úrslit næturinnar:
Atlanta-Chicago 118-83
Indiana-Portland 91-102
Philadelphia-Detroit 86-90
NJ Nets-Golden State 89-105
Milwaukee-Toronto 117-95
Minnesota-New Orleans 96-97
Houston-Cleveland 95-85
San Antonio-Sacramento 118-106
LA Lakers-Utah 101-77