Það eru enn þrír stórir í liði Boston 27. apríl 2009 17:33 Paul Pierce, Rajon Rondo og Ray Allen Nordic Photos/Getty Images Einvígi meistara Boston Celtics og Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar hefur vakið mikla athygli. Ungt lið Chicago hefur komið mjög á óvart og flestir eru á því að hér sé um að ræða fjörugasta einvígið í úrslitakeppninni til þessa. Chicago gaf tóninn strax í fyrsta leik með dramatískum sigri í Boston og heimamenn náðu með naumindum að jafna metin í öðrum leiknum. Flestir héldu að meistararnir væru komnir í gírinn þegar þeir unnu svo stórsigur í Chicago í leik þrjú, en Chicago svaraði með sigri í gærkvöld í tvíframlengdum leik á heimavelli sínum og því er staðan jöfn 2-2 þegar rimman fer aftur til Boston. Þrír af þessum fjórum leikjum eiga góða möguleika á að fara í sögubækur fyrir skemmtanagildi, dramatík og spennu.Tekur upp hanskann fyrir Garnett Boston varð fyrir áfalli þegar ljóst varð að framherjinn Kevin Garnett gæti ekki leikið með liðinu í úrslitakeppninni og það gefur augaleið að stórt skarð er höggvið í liðið þegar vantar varnarmann ársins í fyrra í lið meistaranna. Boston hefur vissulega átt nokkuð erfitt uppdráttar gegn ungum og hungruðum leikmönnum Chicago Bulls, en framganga leikstjórnandans Rajon Rondo hjá Boston hefur valdið verðskuldaða athygli. Hafi einhver leikmaður í liði Boston ákveðið að taka meira til sín í fjarveru Garnett, þá er það hinn 23 ára gamli Rondo. Hann hefur spilað svo vel í einvíginu að menn verða ef til vill að fara að endurskoða hugtakið um þá "þrjá stóru" hjá Boston - þá Garnett, Pierce og Allen.Með þrefalda tvennu að meðaltaliRondo hefur stigið upp í fjarveru GarnettNordicPhotos/GettyImagesRondo var stigahæsti leikmaður Boston í einvíginu þangað til Paul Pierce skreið fram úr honum eftir fjórða leikinn.Rondo skorar að meðaltali 23,3 stig, hirðir 10,8 fráköst og gefur 10 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann spilar flestar mínútur að meðaltali (43,3) og stelur flestum boltum (3,5). Þetta er frábær tölfræði og líklega vekur það mesta athygli að hinn 185 cm hái og 78 kílóa þungi Rondo sé langfrákastahæsti leikmaður Boston í einvíginu við Chicago.Og það á meiddum ökkla sem hefur gert honum lífið leitt frá því í leik tvö.Rondo er lykillinn Rondo er þekktur fyrir að vera sérlundaður og nokkuð rogginn með sig, en eftir að Chicago vann fyrsta leikinn í einvíginu í Boston, mátti fyrst merkja smá hik á honum. Hann fór til þjálfara síns Doc Rivers og spurði hann ráða. "Spilaðu bara þinn leik. Það ert þú sem ert með lyklana að þessu liði," sagði Rivers, sem sjálfur þekkir að vera ungur leikstjórnandi innan um stórstjörnur frá því hann spilaði með Atlanta á árum áður. "Mundu bara að taka félaga þína í liðinu með þér," sagði Rivers. Ekki stóð á svarinu hjá þeim stutta. "Þeir verða þá að halda í við mig," sagði Rondo.Næsti leikur Boston og Chicago er í Boston annað kvöld og þau mætast svo aftur í Chicago á fimmtudagskvöldið. Ef um oddaleik verður að ræða, verður hann á sunnudaginn í Boston. NBA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Einvígi meistara Boston Celtics og Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar hefur vakið mikla athygli. Ungt lið Chicago hefur komið mjög á óvart og flestir eru á því að hér sé um að ræða fjörugasta einvígið í úrslitakeppninni til þessa. Chicago gaf tóninn strax í fyrsta leik með dramatískum sigri í Boston og heimamenn náðu með naumindum að jafna metin í öðrum leiknum. Flestir héldu að meistararnir væru komnir í gírinn þegar þeir unnu svo stórsigur í Chicago í leik þrjú, en Chicago svaraði með sigri í gærkvöld í tvíframlengdum leik á heimavelli sínum og því er staðan jöfn 2-2 þegar rimman fer aftur til Boston. Þrír af þessum fjórum leikjum eiga góða möguleika á að fara í sögubækur fyrir skemmtanagildi, dramatík og spennu.Tekur upp hanskann fyrir Garnett Boston varð fyrir áfalli þegar ljóst varð að framherjinn Kevin Garnett gæti ekki leikið með liðinu í úrslitakeppninni og það gefur augaleið að stórt skarð er höggvið í liðið þegar vantar varnarmann ársins í fyrra í lið meistaranna. Boston hefur vissulega átt nokkuð erfitt uppdráttar gegn ungum og hungruðum leikmönnum Chicago Bulls, en framganga leikstjórnandans Rajon Rondo hjá Boston hefur valdið verðskuldaða athygli. Hafi einhver leikmaður í liði Boston ákveðið að taka meira til sín í fjarveru Garnett, þá er það hinn 23 ára gamli Rondo. Hann hefur spilað svo vel í einvíginu að menn verða ef til vill að fara að endurskoða hugtakið um þá "þrjá stóru" hjá Boston - þá Garnett, Pierce og Allen.Með þrefalda tvennu að meðaltaliRondo hefur stigið upp í fjarveru GarnettNordicPhotos/GettyImagesRondo var stigahæsti leikmaður Boston í einvíginu þangað til Paul Pierce skreið fram úr honum eftir fjórða leikinn.Rondo skorar að meðaltali 23,3 stig, hirðir 10,8 fráköst og gefur 10 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann spilar flestar mínútur að meðaltali (43,3) og stelur flestum boltum (3,5). Þetta er frábær tölfræði og líklega vekur það mesta athygli að hinn 185 cm hái og 78 kílóa þungi Rondo sé langfrákastahæsti leikmaður Boston í einvíginu við Chicago.Og það á meiddum ökkla sem hefur gert honum lífið leitt frá því í leik tvö.Rondo er lykillinn Rondo er þekktur fyrir að vera sérlundaður og nokkuð rogginn með sig, en eftir að Chicago vann fyrsta leikinn í einvíginu í Boston, mátti fyrst merkja smá hik á honum. Hann fór til þjálfara síns Doc Rivers og spurði hann ráða. "Spilaðu bara þinn leik. Það ert þú sem ert með lyklana að þessu liði," sagði Rivers, sem sjálfur þekkir að vera ungur leikstjórnandi innan um stórstjörnur frá því hann spilaði með Atlanta á árum áður. "Mundu bara að taka félaga þína í liðinu með þér," sagði Rivers. Ekki stóð á svarinu hjá þeim stutta. "Þeir verða þá að halda í við mig," sagði Rondo.Næsti leikur Boston og Chicago er í Boston annað kvöld og þau mætast svo aftur í Chicago á fimmtudagskvöldið. Ef um oddaleik verður að ræða, verður hann á sunnudaginn í Boston.
NBA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira