Til sölu Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 6. október 2009 09:31 Einbýlishús til sölu, eiginkona fylgir í kaupbæti. Einhvern veginn svona hljómaði fyrirsögn á auglýsingu rúmlega fertugrar konu frá Flórída sem birtist í fyrra. Hún hét, og heitir sjálfsagt enn, Deven Trabosh og var orðin hundleið á að reyna að losna við húsið sitt sem var orðið verðlaust en hún þurfti þó að greiða af um hver mánaðamót. Þá höfðu andvökunætur hennar á næturklúbbum bæjarins einnig skilað lélegum árangri. Hús hennar og hjarta var falt fyrir rétt verð og réttan mann en enginn virtist áhugasamur þótt hvort tveggja væri svo sem nógu snoturt. Það var eitthvað hrífandi við hana Deven. Hún bar sig hvorki aumlega né vældi á skjaldborg heimilanna heldur snurfusaði sig og bauð það sem hún átti til sölu. Einhvern veginn var þetta uppátæki svo einlægt og bros hennar svo viðkvæmnislegt undir alltof miklum farða að ekki var hægt að hneykslast á henni. Hún var bara eitthvað svo elskuleg og fullviss um ágæti eigin uppátækis. Jæja þá er ég búinn að pússa bílinn." Eitthvað á þessa leið hljómaði tilkynning frá sex ára syni mínum í sumar. Litla elskan hafði í tvo daga horft á eldri karlmenn pússa timburpall við sumarbústað fjölskyldunnar en ekki fengið að verða að liði. Þegar enginn sá til laumaðist hann til að pússa nýja fjölskyldubílinn vel og vandlega. Verst að það var ekki svampur sem hann notaði heldur sandpappír. Löngun hans til að gera vel varð þó til þess að ekki var hægt að snupra hann. Hann var líka fullviss um eigið ágæti og gat ekki skilið að engin eftirsókn væri eftir starfskröftum hans. Svipuð tilfinning helltist yfir mig þegar ég horfði á myndband sem sýndi félaga einhvers stráks úr Garðabæ veifa fimm þúsund króna seðlum stórkarlalegir í bragði. Strákinn langaði til að verða formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, seðlana notuðu félagar hans til að borga þinggjald fyrir einhverja sem þeir höfðu hóað saman í flugvél og flogið með til Ísafjarðar þar sem formannskosningin fór fram. Þinggjaldið var 3.500 krónur á hvern fulltrúa og greindi fréttavefurinn Pressan frá því að reikna mætti með að leiguflugið hafi ekki verið undir einni milljón króna. Einhverjir voru víst ósáttir við uppátækið, reyndar svo mjög að margir drógu framboð sitt til stjórnar til baka þegar ljóst var að strákurinn hafði unnið og varð því ný stjórn ekki fullmönnuð. Ég gat ekki hneykslast. Hann langaði að verða formaður og fór óhefðbundnar leiðir til þess að svo yrði þegar hann sá að eftirsókn eftir starfskröftum hans var fremur lítil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun
Einbýlishús til sölu, eiginkona fylgir í kaupbæti. Einhvern veginn svona hljómaði fyrirsögn á auglýsingu rúmlega fertugrar konu frá Flórída sem birtist í fyrra. Hún hét, og heitir sjálfsagt enn, Deven Trabosh og var orðin hundleið á að reyna að losna við húsið sitt sem var orðið verðlaust en hún þurfti þó að greiða af um hver mánaðamót. Þá höfðu andvökunætur hennar á næturklúbbum bæjarins einnig skilað lélegum árangri. Hús hennar og hjarta var falt fyrir rétt verð og réttan mann en enginn virtist áhugasamur þótt hvort tveggja væri svo sem nógu snoturt. Það var eitthvað hrífandi við hana Deven. Hún bar sig hvorki aumlega né vældi á skjaldborg heimilanna heldur snurfusaði sig og bauð það sem hún átti til sölu. Einhvern veginn var þetta uppátæki svo einlægt og bros hennar svo viðkvæmnislegt undir alltof miklum farða að ekki var hægt að hneykslast á henni. Hún var bara eitthvað svo elskuleg og fullviss um ágæti eigin uppátækis. Jæja þá er ég búinn að pússa bílinn." Eitthvað á þessa leið hljómaði tilkynning frá sex ára syni mínum í sumar. Litla elskan hafði í tvo daga horft á eldri karlmenn pússa timburpall við sumarbústað fjölskyldunnar en ekki fengið að verða að liði. Þegar enginn sá til laumaðist hann til að pússa nýja fjölskyldubílinn vel og vandlega. Verst að það var ekki svampur sem hann notaði heldur sandpappír. Löngun hans til að gera vel varð þó til þess að ekki var hægt að snupra hann. Hann var líka fullviss um eigið ágæti og gat ekki skilið að engin eftirsókn væri eftir starfskröftum hans. Svipuð tilfinning helltist yfir mig þegar ég horfði á myndband sem sýndi félaga einhvers stráks úr Garðabæ veifa fimm þúsund króna seðlum stórkarlalegir í bragði. Strákinn langaði til að verða formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, seðlana notuðu félagar hans til að borga þinggjald fyrir einhverja sem þeir höfðu hóað saman í flugvél og flogið með til Ísafjarðar þar sem formannskosningin fór fram. Þinggjaldið var 3.500 krónur á hvern fulltrúa og greindi fréttavefurinn Pressan frá því að reikna mætti með að leiguflugið hafi ekki verið undir einni milljón króna. Einhverjir voru víst ósáttir við uppátækið, reyndar svo mjög að margir drógu framboð sitt til stjórnar til baka þegar ljóst var að strákurinn hafði unnið og varð því ný stjórn ekki fullmönnuð. Ég gat ekki hneykslast. Hann langaði að verða formaður og fór óhefðbundnar leiðir til þess að svo yrði þegar hann sá að eftirsókn eftir starfskröftum hans var fremur lítil.