Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 2009 7. apríl 2009 00:01 Afar öflugur jarðskjálfti, 6,1 stig á Richter, skók Suðurland í maí á síðasta ári. Töluverðar skemmdir urðu á þeim svæðum sem næst lágu skjálftaupptökunum. Lítilsháttar skemmdir urðu á Sjúkrahússinu á Selfossi og var það rýmt að hluta. Eftir skoðun kom í ljós að engar skemmdur voru á burðarþoli byggingarinnar og var því hægt að halda uppi eðlilegri starfsemi á sjúkrahúsinu. Mikilvægt er að byggingar heilbrigðiskerfisins standi af sér hamfarir og neyðarástand til að geta veitt þá þjónustu sem þörf er á. Í ár er alþjóðaheilbrigðisdagurinn tileinkaður áhrifum neyðarástands á sjúkrahús og viðbúnað þeirra en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) heldur upp á daginn 7. apríl ár hvert. Í tilefni dagsins leggur WHO sérstaka áherslu á að sjúkrahús séu hönnuð til að standa af sér neyðarástand, að þau hafi viðbragðsáætlanir og að þeim séu tryggð nauðsynleg aðföng. Einnig leggur WHO áherslu á að heilbrigðisstarfsfólki sé gert kleift að takast á við afleiðingar neyðarástands. Á Íslandi hefur verið byggt upp traust viðbúnaðarkerfi til að takast á við náttúruhamfarir og aðrar ógnir. Samkvæmt lögum um almannavarnir er heilbrigðisstofnunum skylt að útbúa viðbragðsáætlanir og er nú unnið að samræmingu þessara áætlana. Ísland er þátttakandi í norrænu samstarfi um heilbrigðisviðbúnað og hefur að auki innleitt alþjóðaheilbrigðisreglugerð WHO sem hefur það að markmiði að hindra alþjóðlega útbreiðslu hættulegra smitsjúkdóma og sjúkdóma af völdum eiturefna og geislavirkra efna. Á hverjum tíma standa lönd heims frammi fyrir einhvers konar neyðarástandi hvort heldur sem það eru náttúruhamfarir, átök, smitsjúkdómar eða efnahagsþrengingar. Mikilvægt er að heilbrigðisþjónustan sé örugg, öflug, búin réttum aðföngum og tryggð fjármögnun til að geta brugðist við þeim aðstæðum sem upp koma. Við getum ekki fyrirbyggt neyðarástand en við getum reynt að tryggja að þegar neyðarástand skapast séum við tilbúin að takast á við það svo það hafi sem minnsta röskun í för með sér. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Afar öflugur jarðskjálfti, 6,1 stig á Richter, skók Suðurland í maí á síðasta ári. Töluverðar skemmdir urðu á þeim svæðum sem næst lágu skjálftaupptökunum. Lítilsháttar skemmdir urðu á Sjúkrahússinu á Selfossi og var það rýmt að hluta. Eftir skoðun kom í ljós að engar skemmdur voru á burðarþoli byggingarinnar og var því hægt að halda uppi eðlilegri starfsemi á sjúkrahúsinu. Mikilvægt er að byggingar heilbrigðiskerfisins standi af sér hamfarir og neyðarástand til að geta veitt þá þjónustu sem þörf er á. Í ár er alþjóðaheilbrigðisdagurinn tileinkaður áhrifum neyðarástands á sjúkrahús og viðbúnað þeirra en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) heldur upp á daginn 7. apríl ár hvert. Í tilefni dagsins leggur WHO sérstaka áherslu á að sjúkrahús séu hönnuð til að standa af sér neyðarástand, að þau hafi viðbragðsáætlanir og að þeim séu tryggð nauðsynleg aðföng. Einnig leggur WHO áherslu á að heilbrigðisstarfsfólki sé gert kleift að takast á við afleiðingar neyðarástands. Á Íslandi hefur verið byggt upp traust viðbúnaðarkerfi til að takast á við náttúruhamfarir og aðrar ógnir. Samkvæmt lögum um almannavarnir er heilbrigðisstofnunum skylt að útbúa viðbragðsáætlanir og er nú unnið að samræmingu þessara áætlana. Ísland er þátttakandi í norrænu samstarfi um heilbrigðisviðbúnað og hefur að auki innleitt alþjóðaheilbrigðisreglugerð WHO sem hefur það að markmiði að hindra alþjóðlega útbreiðslu hættulegra smitsjúkdóma og sjúkdóma af völdum eiturefna og geislavirkra efna. Á hverjum tíma standa lönd heims frammi fyrir einhvers konar neyðarástandi hvort heldur sem það eru náttúruhamfarir, átök, smitsjúkdómar eða efnahagsþrengingar. Mikilvægt er að heilbrigðisþjónustan sé örugg, öflug, búin réttum aðföngum og tryggð fjármögnun til að geta brugðist við þeim aðstæðum sem upp koma. Við getum ekki fyrirbyggt neyðarástand en við getum reynt að tryggja að þegar neyðarástand skapast séum við tilbúin að takast á við það svo það hafi sem minnsta röskun í för með sér. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar