Er Ísland of lítið? Þorvaldur Gylfason skrifar 13. ágúst 2009 00:01 Sumir kenna smæð Íslands um bankahrunið og efast um getu Íslendinga til að standa á eigin fótum sem frjálst og fullvalda ríki. Ég er á öðru máli. Af öllum ríkjum heims, rösklega 200 talsins, eru um 100 minni en Ísland að flatarmáli, og hin 100 eru stærri. Á mælikvarða mannfjöldans er Ísland samt klárlega smáland, en þó ekki dvergríki. Um 40 lönd eru fámennari en Ísland. Það er álitlegur hópur. Helmingur allra ríkja er fámennari en Danmörk með röskar fimm milljónir manna. Heimurinn er nú safn smáríkja, því að smálöndin eru mörg og stórveldin fá. ESB er smáríkjasamband. Mannfæðin er mesta félagsböl Íslendinga, sagði Einar Benediktsson skáld. Hann og aðrir lögðu til, að Íslendingar flyttu inn erlent vinnuafl í stórum stíl til að stækka landið. Þeir eygðu enga leið til að bjóða Íslendingum viðunandi lífskjör til langs tíma litið nema með því að fjölga þeim nóg til að ná því, sem eðlisfræðingar kalla „krítískan massa". Þennan krítíska fólksmassa töldu þeir liggja langt yfir 100.000, sem var íbúafjöldi landsins 1925. Í Aþenu til forna bjuggu 200.000 manns og vegnaði vel. Feneyjar og Flórens blómstruðu á miðöldum með 115.000 og 70.000 íbúa, en þær voru að vísu í alfaraleið ólíkt Íslandi og gátu bætt sér upp mannfæðina með miklum viðskiptum við önnur svæði. Sækjast sér um líkirHvers vegna er Evrópa ekki eitt land? Það stafar af því, að fólk er ólíkt og hefur ólíkar hugmyndir, óskir og þarfir. Þess vegna eru lönd heimsins mörg og misstór. Krafan um batnandi lífskjör í skjóli hagkvæms stórrekstrar knýr að sínu leyti á um sameiningu og samruna. Eftirsókn eftir samneyti við sitt eigið fólk, fólk, sem býr að sömu menningu og sögu og talar sömu tungu, stendur gegn kröfunni um stórrekstur. Það er ekki hagfellt að hafa löndin of stór og fá, því að stór lönd, önnur en Japan, byggir yfirleitt sundurleitt fólk, og mikilli fjölbreytni getur fylgt sundurþykkja og staðið velferð fólksins og framþróun fyrir þrifum. Samt hefur sundurleitni Bandaríkjanna ekki bitnað á lífskjörum þar vestra, og sama máli gegnir nú um Kína. Smáríkjum getur vegnað vel, ef smæðinni fylgir sátt og samheldni. Það er þó ekki heldur algild regla, að smáþjóðir séu einsleitar. Kýpur og Máritíus eru fámenn eyríki, þar sem ólíkir kynþættir búa saman og efnahagurinn hefur blómstrað. Reynslan sýnir, að smáþjóðum vegnar í efnahagslegu tilliti engu síður en stórþjóðum á heildina litið og stundum betur að því tilskildu, að smálöndin bæti sér upp óhagræði smæðarinnar með miklum viðskiptum við önnur lönd. Miðsókn togar lönd og þjóðir í átt að frekara samstarfi og sameiningu og stuðlar að fækkun þjóðlanda af fjárhagsástæðum. Miðflótti hneigist á hinn bóginn til að skipta löndum upp í smærri einingar og stuðlar að fjölgun landa, einnig af fjárhagsástæðum. Miðsóknaröflin höfðu yfirhöndina í Evrópu á 19. öld. Ítalía varð að einu þjóðríki 1861 við sameiningu nokkurra smáríkja, og Þýzkaland fylgdi í kjölfarið. Ýmsum þóttu þá Belgía og Portúgal vera of lítil lönd til að geta staðið á eigin fótum. Á 20. öld snerist taflið við: þá náði miðflóttaaflið yfirhendinni í krafti aukinna millilandaviðskipta. Ísland fékk heimastjórn og varð fullvalda ríki. Smáþjóðum fer fjölgandiSmáþjóðum hefur vaxið fiskur um hrygg undangengin ár í skjóli aukinna milliríkjaviðskipta. Ef erlendum viðskiptum væri ekki til að dreifa, væru smáríki að ýmsu leyti óhagkvæm smæðarinnar vegna. Þá þætti mörgum þeirra trúlega nauðsynlegt að sameinast stærri ríkjum af efnahagsástæðum. Mikil og vaxandi millilandaviðskipti leysa smáþjóðirnar af þessum klafa með því að gera þeim kleift að færa sér hagkvæmni stærðarinnar í nyt með viðskiptum við önnur lönd. Millilandaviðskipti hafa með tímanum stuðlað að fjölgun sjálfstæðra smáríkja. Árið 1914 voru sjálfstæð ríki 62 að tölu í heiminum öllum. Nú eru þau rösklega 200. Meðalstærð ríkja mæld í fólksfjölda hefur minnkað úr 32 milljónum 1946 í 29 milljónir nú (19 milljónir, ef Indland og Kína eru ekki talin með). Smáríkjum hefur fjölgað svo mjög, að helmingur ríkja heimsins hefur nú langt innan við sex milljónir íbúa. Íslendingar tóku rétta ákvörðun í sjálfstæðismálinu á sínum tíma. Engin efnahagsáföll munu nokkurn tímann raska þeirri niðurstöðu. Mannfæð þarf ekki að standa í vegi fyrir skilvirku fullveldi, hagvexti og velferð, sé vel á málum haldið, þótt færa megi rök að því, líkt og Einar Benediktsson gerði, að fleira fólk myndi lyfta landinu. Aðild að ESB stefnir að stækkun Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Sumir kenna smæð Íslands um bankahrunið og efast um getu Íslendinga til að standa á eigin fótum sem frjálst og fullvalda ríki. Ég er á öðru máli. Af öllum ríkjum heims, rösklega 200 talsins, eru um 100 minni en Ísland að flatarmáli, og hin 100 eru stærri. Á mælikvarða mannfjöldans er Ísland samt klárlega smáland, en þó ekki dvergríki. Um 40 lönd eru fámennari en Ísland. Það er álitlegur hópur. Helmingur allra ríkja er fámennari en Danmörk með röskar fimm milljónir manna. Heimurinn er nú safn smáríkja, því að smálöndin eru mörg og stórveldin fá. ESB er smáríkjasamband. Mannfæðin er mesta félagsböl Íslendinga, sagði Einar Benediktsson skáld. Hann og aðrir lögðu til, að Íslendingar flyttu inn erlent vinnuafl í stórum stíl til að stækka landið. Þeir eygðu enga leið til að bjóða Íslendingum viðunandi lífskjör til langs tíma litið nema með því að fjölga þeim nóg til að ná því, sem eðlisfræðingar kalla „krítískan massa". Þennan krítíska fólksmassa töldu þeir liggja langt yfir 100.000, sem var íbúafjöldi landsins 1925. Í Aþenu til forna bjuggu 200.000 manns og vegnaði vel. Feneyjar og Flórens blómstruðu á miðöldum með 115.000 og 70.000 íbúa, en þær voru að vísu í alfaraleið ólíkt Íslandi og gátu bætt sér upp mannfæðina með miklum viðskiptum við önnur svæði. Sækjast sér um líkirHvers vegna er Evrópa ekki eitt land? Það stafar af því, að fólk er ólíkt og hefur ólíkar hugmyndir, óskir og þarfir. Þess vegna eru lönd heimsins mörg og misstór. Krafan um batnandi lífskjör í skjóli hagkvæms stórrekstrar knýr að sínu leyti á um sameiningu og samruna. Eftirsókn eftir samneyti við sitt eigið fólk, fólk, sem býr að sömu menningu og sögu og talar sömu tungu, stendur gegn kröfunni um stórrekstur. Það er ekki hagfellt að hafa löndin of stór og fá, því að stór lönd, önnur en Japan, byggir yfirleitt sundurleitt fólk, og mikilli fjölbreytni getur fylgt sundurþykkja og staðið velferð fólksins og framþróun fyrir þrifum. Samt hefur sundurleitni Bandaríkjanna ekki bitnað á lífskjörum þar vestra, og sama máli gegnir nú um Kína. Smáríkjum getur vegnað vel, ef smæðinni fylgir sátt og samheldni. Það er þó ekki heldur algild regla, að smáþjóðir séu einsleitar. Kýpur og Máritíus eru fámenn eyríki, þar sem ólíkir kynþættir búa saman og efnahagurinn hefur blómstrað. Reynslan sýnir, að smáþjóðum vegnar í efnahagslegu tilliti engu síður en stórþjóðum á heildina litið og stundum betur að því tilskildu, að smálöndin bæti sér upp óhagræði smæðarinnar með miklum viðskiptum við önnur lönd. Miðsókn togar lönd og þjóðir í átt að frekara samstarfi og sameiningu og stuðlar að fækkun þjóðlanda af fjárhagsástæðum. Miðflótti hneigist á hinn bóginn til að skipta löndum upp í smærri einingar og stuðlar að fjölgun landa, einnig af fjárhagsástæðum. Miðsóknaröflin höfðu yfirhöndina í Evrópu á 19. öld. Ítalía varð að einu þjóðríki 1861 við sameiningu nokkurra smáríkja, og Þýzkaland fylgdi í kjölfarið. Ýmsum þóttu þá Belgía og Portúgal vera of lítil lönd til að geta staðið á eigin fótum. Á 20. öld snerist taflið við: þá náði miðflóttaaflið yfirhendinni í krafti aukinna millilandaviðskipta. Ísland fékk heimastjórn og varð fullvalda ríki. Smáþjóðum fer fjölgandiSmáþjóðum hefur vaxið fiskur um hrygg undangengin ár í skjóli aukinna milliríkjaviðskipta. Ef erlendum viðskiptum væri ekki til að dreifa, væru smáríki að ýmsu leyti óhagkvæm smæðarinnar vegna. Þá þætti mörgum þeirra trúlega nauðsynlegt að sameinast stærri ríkjum af efnahagsástæðum. Mikil og vaxandi millilandaviðskipti leysa smáþjóðirnar af þessum klafa með því að gera þeim kleift að færa sér hagkvæmni stærðarinnar í nyt með viðskiptum við önnur lönd. Millilandaviðskipti hafa með tímanum stuðlað að fjölgun sjálfstæðra smáríkja. Árið 1914 voru sjálfstæð ríki 62 að tölu í heiminum öllum. Nú eru þau rösklega 200. Meðalstærð ríkja mæld í fólksfjölda hefur minnkað úr 32 milljónum 1946 í 29 milljónir nú (19 milljónir, ef Indland og Kína eru ekki talin með). Smáríkjum hefur fjölgað svo mjög, að helmingur ríkja heimsins hefur nú langt innan við sex milljónir íbúa. Íslendingar tóku rétta ákvörðun í sjálfstæðismálinu á sínum tíma. Engin efnahagsáföll munu nokkurn tímann raska þeirri niðurstöðu. Mannfæð þarf ekki að standa í vegi fyrir skilvirku fullveldi, hagvexti og velferð, sé vel á málum haldið, þótt færa megi rök að því, líkt og Einar Benediktsson gerði, að fleira fólk myndi lyfta landinu. Aðild að ESB stefnir að stækkun Íslands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun