Samkvæmt heimildum Daily Telegraph hafa njósnarar á vegum Englandsmeistara Manchester United verið tíðir gestir á leikjum ítalska félagsins Napoli undanfarið til þess að fylgjast með miðjumanninum sókndjarfa Marek Hamsik.
Hamsik hefur slegið rækilega í gegn bæði með Napoli auk þess sem hann átti stóran þátt í að Slóvakar náðu að tryggja sér farseðilinn á lokakeppni HM næsta sumar.
Hinn 22 ára gamli Hamsik hefur ásamt United einnig verið orðaður við Chelsea en leikmaðurinn er verðlagður á um 25 milljónir punda.