Victor Valdes, markvörður hjá Barcelona, er ánægður hjá félaginu samkvæmt því sem að varaforseti þess segir.
Samningur Valdes rennur út eftir næstu leiktíð og sagði umboðsmaður hans fyrir stuttu að það væri langt í að aðilar næðu saman um nýjan samning.
Valdes hefur verið orðaður við Manchester United en Rafael Yuste, varaforseti Barcelona, segir að markvörðurinn sé ánægður hjá félaginu, rétt eins og allir aðrir leikmenn liðsins.
„Ég sé ekki fyrir mér að Victor Valdes muni spila með öðru félagi en Barca og því vona ég að hann verði áfram hjá félaginu."
Valdes ánægður hjá Barcelona
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti



Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
